Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu óskar eftir vitnum að um­ferðar­ó­happi sem átti sér stað á ellefta tímanum laugar­dags­kvöldið 5. Októ­ber í Rjúpu­felli í Reykja­vík. Þá hafði öku­maður ekið á fjórar kyrr­stæðar bif­reiðar við Rjúpu­fell 25-27 og ekið síðan rak­leiðis á brott. Þetta kemur fram í færslu á Face­book síðu lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu í dag.


Óska eftir vitnum

Í færslunni er tjón­valdurinn hvattur til að gefa sig fram við lög­reglu. Lög­reglan biðlar einnig til al­mennings að hafa sam­band við lög­reglu í síma 444-1000 hafi þau ein­hverjar upp­lýsingar um málið en einnig er hægt að hafa sam­band i gegnum net­fang eða sam­fé­lags­miðla. Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan en lögrelga birti mynd af vettvangi með færslunni.