Ungur maður kastaði flösku í höfuð öryggis­varðar í verslunarmiðstöð í Grafar­vogi í gær­kvöldi. Þetta stað­festir Ás­geir Þór Ás­geirs­son yfir­lög­reglu­þjónn í samtali við fréttastofu Vísis.

Hópur ungra manna sem ein­hverjir voru ölvaðir mættu í verslunar­mið­stöð þar sem þurfti að bera grímu. Einn í hópnum vildi ekki bera grímu og öryggis­vörður á staðnum gerði athugasemd við það. Maðurinn endar á að kasta flösku í and­lit öryggis­varðarins þannig að hann skerst að­eins.

Maðurinn flúði af vett­vangi og lög­regla leitar hans nú. Ás­geir segir að notast verði við mynd­efni úr öryggis­mynda­vélum og býst við því að málið leysist hratt.

Í heildina voru þrjár líkams­á­rásir voru til­kynntar til lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu í nótt, sam­kvæmt dag­bók lög­reglu.

74 mál skráð hjá lög­reglunni á tíma­bilinu, frá klukkan fimm í gær­kvöldi þangað til klukkan fimm í morgun. Sex gista í fanga­geymslum eftir nóttina.

Fimm um­ferðar­ó­höpp voru skráð á tíma­bilinu og fjórir öku­menn voru hand­teknir fyrir akstur undir á­hrifum á­fengis eða fíkni­efna.