Það þarf að efla lög­reglu á landa­mærum til að vinna gegn skipu­lagðri brota­starf­semi, en það hefur verið mikil aukning á til­raunum til fíkni­efna­inn­flutnings á Kefla­víkur­flug­velli. Þá er hætta á að skipu­lagðir brota­hópar hag­nýti sér um­sækj­enda um al­þjóð­lega vernd hér á landi, með smygli og man­sali.

Þetta kemur meðal annars fram í stöðu­mati frá greiningar­deild em­bættis ríkis­lög­reglu­stjóra, en stöðu­matið er vinnu­skjal sem að­stoðar lög­reglu­yfir­völd að bera kennsl á á­lag­s­punkta og skýra verk­efni til skil­virkar for­gangs­röðunar.

Í skýrslunni segir að skipu­lögð brota­starf­semi á ís­landi sé um­fangs­mikil og al­þjóð­leg í eðli sínu og er hún skipu­lögð á þann hátt að erfitt sé að greina brotin nema heildar­mynd starf­seminnar liggi fyrir. Ljóst er að ís­lenskir aðilar er­lendis stýri þessum hópum sem hafa fest rætur sínar hér á landi.

Flóttafólk hagnýtt fyrir brotastarfsemi

Á Norður­löndunum hafa komið upp fjöl­mörg mál þar sem við­kvæm staða flótta­fólks frá Úkraínu er hag­nýtt til skipu­lagðrar glæpa­starf­semi. Í skýrslunni kemur fram að það sé þörf á að vinna að frekari greiningu á stöðu þessa hóps þegar kemur að man­sali og smygli á fólki.

Þá er í­trekað að lög­reglan leggi jafn mikla á­herslu á mikil­vægi þess að huga að þol­endum mansals og að mikil­vægt ser að fyrir­tæki jafnt sem stjórn­völd hafi leið­beiningar um ein­kenni mansals í huga við starf­semi sína.

Talið er öruggt að um­fangs­mikið peninga­þvætti fari fram hér á landi, en það hefur orðið mikil fjölgun á peninga­þvættis­málum hjá lög­reglu sem or­sakast af á­herslu­breytingum stjórn­valda og í lög­gæslu.

Fjöldi fíkniefnamála vegna gruns um innflutning á Keflavíkurflugvelli og heildar fjöldi brota á árunum 2015 til 2021 og það sem af er þessu ári.
Mynd/Lögreglan

Aukið álag á landa­mærum

Í skýrslunni kemur einnig fram að fjölda mála sem tengjast ó­reglu­legum fólks­flutningum hefur aukist á ný eftir heims­far­aldur, þó mála­fjölda 2022 hefur ekki náð þeim fjölda sem var á árunum fyrir heims­far­aldur. Með auknu á­lagi á mót­töku­kerfi lög­reglu á landa­mærum og inn í landi, þá er aukin hætta á að brota­hópar hag­nýti sér við­kvæma stöðu þeirra, til að mynda með smygli á fólki og man­sali.

Lög­regla telur nauð­syn­legt að lög­regla og við­bragðs­aðilar búi yfir nægum starfs­krafti til að sinna mót­töku, skráningu og eftir­fylgni við þennan hóp.

Fjöldi umsókn um alþjóðlega vernd 2015-2021 og það sem af er árið 2022.
Mynd/Lögreglan

Þarf á sterkum við­brögðum stjórn­valda að halda

Greiningar­deildin telur að það þurfi sterk við­brögð frá stjórn­völdum til þess að sporna við þessari þróun, en annars mun skipu­lögð brota­starf­semi aukast enn frekar, sem felur í sér ógn við öryggi sam­fé­lagsins og fólks í við­kvæmri stöðu.

Þá þurfi að efla enn frekar getu lög­reglu til að takast á við skipu­lagða brota­starf­semi á landa­mærunum og fjár­festa þarf í nauð­syn­legum vél- og hug­búnaði til að tryggja skil­virka úr­vinnslu og miðlun þeirra upp­lýsinga sem lög­regla skráir. Einnig er mikil­vægt að efla al­þjóð­legt sam­starf enn frekar.