Það sem af er ári hafa meir­a en 40 morð átt sér stað í al-Hol flótt­a­mann­a­búð­un­um í Sýr­land­i, þar af eru minnst tíu þar sem fórn­ar­lamb­ið var af­höfð­að. Búð­irn­ar voru reist­ar fyr­ir kon­ur og börn sem bjugg­u í borg­um og bæj­um sem voru und­ir stjórn ISIS og svo virð­ist sem sam­tök­in hafi hreiðr­að um sig þar. Flótt­a­mann­a­búð­irn­ar hafa ver­ið kall­að­ar „Gu­ant­an­a­mo Evróp­u“ sem vís­ar til Gu­ant­an­a­mo-fang­els­is band­a­rísk­a hers­ins á Kúbu þar sem meint­ir hryðj­u­verk­a­menn eru vist­að­ir.

Sam­kvæmt um­fjöll­un Wall Stre­et Jo­urn­al eru búð­irn­ar svo gott sem und­ir stjórn ISIS, eins kon­ar kal­í­fa­dæm­i þar sem kon­ur hlið­holl­ar sam­tök­un­um stjórn­a með harðr­i hend­i í anda öfg­a­fullr­ar hug­mynd­a­fræð­i þeirr­a. Þar afla sam­tök­in sér fé sem not­að er til að­gerð­a utan þeirr­a.

Fréttablaðið/AFP

Meir­a en 62 þús­und manns dvelj­a í al-Hol og hafa Syr­i­an Dem­ocr­at­ic Forc­es (SDF), her­sveit­ir Kúrd­a sem njót­a stuðn­ings Band­a­ríkj­ann­a, um­sjón með þeim. For­svars­menn SDF segj­a að þá skort­i fjár­magn til að tryggj­a ör­ygg­i þar en flest vest­ræn ríki hafa neit­að að taka við þegn­um sín­um sem héld­u til Sýr­lands þeg­ar ISIS réð ríkj­um á svæð­um í Sýr­land­i og Írak. Fólk sem flú­ið hef­ur úr búð­un­um hef­ur skot­ið upp koll­in­um í Belg­í­u, Holl­and­i, Finn­land­i og Sví­þjóð.

Eitt helst­a vand­a­mál­ið við rekst­ur flótt­a­mann­a­búð­ann­a er flók­in upp­bygg­ing þeirr­a. Þar er fólk bæði í varð­hald­i og svo fólk sem flúð­i átök og á ekki í nein hús að vend­a. Kon­ur , hvað­a­næv­a að úr heim­in­um, sem hand­sam­að­ar voru eft­ir fall ISIS og börn þeirr­a telj­a um níu þús­und, þar af eru um 5.400 börn und­ir ell­ef­u ára aldr­i. Það er með­al þess­a hóps þar sem fjár­öfl­un á veg­um sam­tak­ann­a fer fram, kon­ur úr þess­um hópi stand­a að baki sam­fé­lags­miðl­a­reikn­ing­um og safn­a fé til að smygl­a fólk­i úr búð­un­um.

Fréttablaðið/AFP

Fyrst­u kon­urn­ar sem flúð­u frá al-Hol voru eig­in­kon­ur há­settr­a mann­a inn­an ISIS og fóru þær til borg­ar­inn­ar Id­lib í norð­vest­ur Sýr­land­i þar sem sam­tök­in freist­a þess nú að byggj­a upp fyrr­i styrk sinn og verð­a aft­ur öfl­ugt afl í sýr­lensk­u borg­ar­a­styrj­öld­inn­i, sem eng­an enda virð­ist ætla að taka. Sam­kvæmt heim­ild­ar­mönn­um Wall Stre­et Jo­urn­al inn­an band­a­rísk­u leyn­i­þjón­ust­unn­ar og yf­ir­manns ör­ygg­is­mál­a í búð­un­um gegn­ir fólk sem flú­ið hef­ur þaðan lyk­il­hlut­verk­i í end­ur­skip­u­lagn­ing­u ISIS.

„ISIS veit hvert þett­a fólk fer. Oft vita vest­ræn ríki það ekki,“ seg­ir Vera Mir­on­ov­a, fræð­i­mað­ur við Harv­ard-há­skól­a sem ræð­ir regl­u­leg­a við íbúa í búð­un­um vegn­a rann­sókn­ar sem hún vinn­ur að. Sam­ein­uð­u þjóð­irn­ar vör­uð­u við því í fyrr­a að ISIS freist­að­i þess að nota flótt­a­fólk frá búð­un­um til að koma á fót hryðj­u­verk­a­sell­um í Evróp­u. Sam­kvæmt vest­ræn­um leyn­i­þjón­ust­um eru dæmi um að börn sem smygl­að er úr al-Holi hafi tek­ið þátt í að­gerð­um ISIS í Sýr­land­i og Írak. Aukn­ing hef­ur ver­ið á á­rás­um sam­tak­ann­a í Sýr­land­i und­an­far­ið, þær voru sex í jan­ú­ar en 29 í febr­ú­ar.

Fréttablaðið/AFP