Hópur flóttafólks stendur nú við Hallgrímskirkju þar sem þau hafa efnt til mótmæla. Þau skipulögðu mótmælin í samstarfi við samtökin No Borders Iceland. Þau munu núna ganga niður að Austurvelli þar sem sex karlmenn sem komu hingað til lands í leit að hæli munu taka til máls. Það eru þeir Það eru þeir Milad, Aiman, Abbas, Ali, Elvis og Zahir. Þeir eru frá ólíkum löndum svo sem Afganistan, Írak og Kamerún og eru menntaðir sem verkfræðingar, alþjóðalögfræðingar og læknar. 

Sjá einnig: Flóttafólk á Ís­landi efnir til mót­mæla á morgun

Krefjast þess að brottvísunum verði hætt

Hópurinn hefur sett fram fimm kröfur sem verða kynnta nánar á fundinum sem fer fram innan skamms á Austurvelli. Þær eru að öllum brottvísunum verði hætt samstundis, að hælisleitendum verði tryggður réttur til að vinna á meðan þau eru á landinu, að þeim verði tryggt öruggt húsnæði, jafn réttur til heilbrigðisþjónustu og að Ásbrú, þar sem mörg þeirra búa á meðan þau bíða úrlausnar mála sinna, verði lokað að þeim í stað þess tryggð búseta á höfuðborgarsvæðinu.   

Tólf vísað frá landi í hverri viku

Í viðburði mótmælanna er meðal annars greint frá því að á Íslandi sé að meðaltali tólf einstaklingum vísað frá landi í hverri viku. Í fyrra voru umsóknir um vernd alls 790 og var 630 þeirra vísað úr landi.