Erlent

Flórens veldur flóðum

Felli­bylurinn Flórens sem náði landi á austurströnd Bandaríkjanna í hádeginu mælist nú einn að styrk­leika. Þrátt fyrir að hann hafi misst tölu­verðan styrk fylgja honum gríðar­legar rigningar og flóð.

Sjálfboðaliðar aðstoða þá sem þurfa. Fréttablaðið/Getty

Fellibylurinn Flórens náði landi á austurströnd Bandaríkjanna uppúr hádegi í dag. Fellibylurinn mælist nú einn að styrkleika en grannt hefur verið fylgst með styrk hans á leið yfir hafið og í marga daga hafa almannavarnir varað við honum. Þrátt fyrir að hann hafi misst töluvert af styrk sínum fer hann ekki fram hjá neinum.

Fjölmargir halda til í neyðarskýlum sem stjórnvöld hafa komið upp víða um landið. Hátt í tvær milljónir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna óveðursins. Í Norður-Karólínu eru yfir þrjú hundruð þúsund heimili án rafmagns. 

Búast má við úrkomu næstu tvo til þrjá daga sem jafnast á við átta mánaða tímabil. Nú þegar rignir svakalega, vatn flóir í víða um götur og hvassviðrið hefur valdið umtalsverðum skemmdum.

Yfirborð sjávar gæti hækkað um rúmlega þrjá metra og einnig er búist við umfangsmiklum ferskvatnsflóðum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Brexit

ESB samþykkir drög að Brexit-samningi

Rússland

Yfir­maður leyni­þjónustu rúss­neska hersins látinn

Erlent

Banda­ríkin sögð í­huga refsi­að­gerðir gegn Kúb­verjum

Auglýsing

Nýjast

„Ömur­legt“ að hafa þurft að láta konuna sofa inni á baði

Vann sinn sjötta BMW á 6 árum

Kona á tí­ræðis­aldri látin sofa á salerni með kúa­­bjöllu

Í þessum löndum er bensínið ódýrast

Hyundai Saga rafmagnsbíll í Sao Paulo

Síðasta þriggja dómara málið

Auglýsing