Innlent

Flokkurinn fagnar viðbrögðum Guð­mundar

Flokkur fólksins hefur rætt um mál Guðmundar Sævars Sævarssonar og telur að hann hafi gert rétt með því að biðjast afsökunar á hegðun sinni í þingveislu um helgina.

Karl Gauti Hjaltason segir viðbrögð Guðmundar hafa verið rétt, og fagnar því að hann skuli hafa beðist afsökunar.

Við erum búin að ræða þetta í þingflokknum og teljum að viðbrögð Guðmundar, það er að segja að hann hafi beðið viðkomandi afsökunar, hafi verið rétt og við fögnum því,“ segir Karl Gauti Hjaltason, varaformaður þingflokks Flokks fólksins.

Líkt og Fréttablaðið greindi frá því dag var Guðmundi Sævari Sævarssyni, varaþingmanni Flokks fólksins, vísað úr þingveislu Alþingis um helgina vegna ölvunar. Auk þess hafði hann áreitt bæði þingkonur og ráðherra í veislunni kynferðislega. 

Karl Gauti segir að flokkurinn hafi fengið ábendingu frá þinginu síðastliðinn sunnudag um hegðun Guðmundar í veislunni um helgina. Þingflokkurinn hafi þar af leiðandi ákveðið að koma saman og ákveða næstu skref. 

„Við ræddum þetta í gær á þingflokksfundi og fengum þá upplýsingar um að hann hefði beðið þessar konur afsökunar. Ég veit ekki nákvæmlega hver framvindan var, en við lýstum yfir ánægju með það á fundinum,“ segir Karl.

Aðspurður segist hann ekki gera ráð fyrir að atferli Guðmundar muni hafa áhrif á vinnustaðnum. „Hann er varaþingmaður og hefur komið inn held ég einu sinni, og ég veit ekki hvort hann komi inn aftur neitt í bráð. En þingflokkurinn mun hittast aftur á morgun og ræða þetta betur.“ 

Verða einhverjir eftirmálar? „Ég hef ekki hugmynd um það,“ svarar Karl. 

Er þetta litið alvarlegum augum? „Mjög alvarlegum augum. Við erum talsmenn þess að koma fram af virðingu við fólk og erum slegin.“ 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Aug­lýsa eftir verslunar­manni í Ár­nes­hreppi

Innlent

Fram­sýn slæst í för með VR og Eflingu

Innlent

Síbrotamaður áfram í gæsluvarðhaldi

Auglýsing

Nýjast

Fyrir­skipa rann­sókn á hvernig 737-vélarnar fengu flug­leyfi

„Mér fannst ég gríðar­lega mis­heppnuð“

Fimmtíu fastir um borð í logandi farþegaflugvél

Þre­menningum sleppt úr haldi að lokinni skýrslu­töku

Veita frítt í strætó á næsta „gráa degi“

Mætti með „heima­til­búið“ svif­ryk í pontu

Auglýsing