Flokkur Vla­dimir Pútíns Rúss­lands­for­seta, Sam­einað Rúss­land, tapaði fimm­tán sætum í borgar­stjórnar­kosningum í Moskvu. Fjöl­mörg mót­mæli hafa átt sér stað í borginni í sumar eftir að Kremlin meinaði á­kveðnum fram­bjóð­endum stjórnar­and­stöðunnar að bjóða sig fram í borgar­stjórnar­kosningunum.

Fram­bjóð­endur Sam­einaðs Rúss­lands buðu sig allir fram sem ó­háðir aðilar, þrátt fyrir að vera ekki ó­háðir í raun, til þess að fjar­lægja sig frá flokkinum sem er sí­fellt að verða ó­vin­sælari. Sam­kvæmt skoðunar­könnun sem gerð var fyrir kosningarnar voru að­eins um ellefu prósent kjós­enda í Moskvu sem studdu flokkinn.

Leið­togi stjórnar­and­stöðunnar, Alexei Naval­ny, biðlaði til al­mennings að kjósa sterkustu and­stæðinga Sam­einaðs Rúss­lands, óháð eigin stjórn­mála­skoðunum. Hann vísaði til kosninganna sem eins konar þjóðar­at­kvæðis­greiðslu um flokkinn og Pútín.

Sam­einað Rúss­land heldur þó enn meiri­hluta með 25 sætum. Kommún­ista­flokkurinn náði þrettán sætum, en þeir voru áður með fimm sæti, Rétt­látt Rúss­land náði þremur sætum og Ya­bloko náði fjórum sætum.

Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, greiddi atkvæði sitt á sunnudaginn.
Fréttablaðið/AFP