Lokatölur úr Suðurkjördæmi liggja fyrir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fá þrjá þingmenn hvor um sig. Guðrún Hafsteinsdóttir er nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson halda sínum sætum. Sigurður Ingi Jóhannsson heldur sínu sæti fyrir Framsóknarflokkinn, með honum koma inn þau Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson. Framsóknarflokkurinn bætir við sig þingmanni.

Flokkur fólksins er þriðji stærsti flokkurinn í kjördæminu með tæplega 13 prósent, Ásthildur Lóa Þórsdóttir er kjörin þingmaður flokksins.

Oddný Harðardóttir heldur þingsæti sínu fyrir Samfylkinguna og Birgir Þórarinsson fyrir Miðflokkinn. Eins og staðan er nú er Hólmfríður Árnadóttir jöfnunarþingmaður fyrir Vinstri græn.