Flokkur fólksins mælist nú með 5,5 prósent fylgi og er með mann inni á þingi samkvæmt nýrri könnun MMR.Flokkurinn mældist með 2,8 prósent fylgi í síðustu könnun og hefur því bætt við sig þremur prósentustigum.
Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tveimur prósentum í fylgi og mælist nú með 27 prósent, á meðan Framsóknarflokkurinn missir tæplega fjögur prósent, er kominn úr 12,5 prósenta fylgi í 8,8 prósent. Könnunin var framkvæmd dagana 4. til 14. júní en alls svöruðu 973 manns.
Fylgi Pírata mældist nú 13,1 prósent, nær óbreytt frá síðustu könnun en fylgi Vinstri grænna jókst um rúmt prósentustig og mældist nú 12,4 prósent. Samfylkingin mældist með 11,2 prósent fylgi og var með 10,9 prósent síðast.
Fylgi Viðreisnar minnkaði um rúmlega þrjú prósentustig á milli kannana, mældist síðast 11 prósent en er nú 7,8 prósent. Sósíalistaflokkurinn mælist með 5,3 prósent en mældist síðast með 5,6.
Stuðningur við aðra flokka mældist 1,6 prósent. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 53,7 prósent og jókst um rúmlega þrjú prósentustig frá síðustu könnun, þar sem stuðningur mældist 50,2 prósent.