Flokkur fólksins mælist nú með 5,5 prósent fylgi og er með mann inni á þingi sam­kvæmt nýrri könnun MMR.Flokkurinn mældist með 2,8 prósent fylgi í síðustu könnun og hefur því bætt við sig þremur prósentu­stigum.

Sjálf­stæðis­flokkurinn bætir við sig tveimur prósentum í fylgi og mælist nú með 27 prósent, á meðan Fram­sóknar­flokkurinn missir tæp­lega fjögur prósent, er kominn úr 12,5 prósenta fylgi í 8,8 prósent. Könnunin var fram­kvæmd dagana 4. til 14. júní en alls svöruðu 973 manns.

Fylgi Pírata mældist nú 13,1 prósent, nær ó­breytt frá síðustu könnun en fylgi Vinstri grænna jókst um rúmt prósentu­stig og mældist nú 12,4 prósent. Samfylkingin mældist með 11,2 prósent fylgi og var með 10,9 prósent síðast.

Fylgi Við­reisnar minnkaði um rúm­lega þrjú prósentu­stig á milli kannana, mældist síðast 11 prósent en er nú 7,8 prósent. Sósíal­ista­flokkurinn mælist með 5,3 prósent en mældist síðast með 5,6.

Stuðningur við aðra flokka mældist 1,6 prósent. Stuðningur við ríkis­stjórnina mældist nú 53,7 prósent og jókst um rúm­lega þrjú prósentu­stig frá síðustu könnun, þar sem stuðningur mældist 50,2 prósent.