Innlent

Flokkur fólksins: Fjár­­­mál í lagi og Klausturs­­fólk á að víkja

Stjórn Flokks fólksins hefur brugðist við á­sökunum Karls Gauta Hjalta­sonar um að fjár­mál flokksins séu í ó­lestri með yfir­lýsingu um að árs­reikningar hafi staðist alla skoðun. Þá er í­trekuð sú krafa að Karl Gauti og Ólafur Ís­leifs­son segi af sér þing­mennsku.

Stjórn Flokks fólksins hafnar ásökunum Karls gauta með vísan í endurskoðaða ársreikninga og ítrekar kröfu sína um að hann og Ólafur Ísleifsson segi af sér þingmennsku.

Stjórn Flokks fólksins hefur brugðist við ásökunum Karls Gauta Hjaltasonar um að fjármál flokksins séu í ólestri með of miklum afskiptum formannsins, Ingu Sæland, með yfirlýsingu þar sem fram kemur að í einu og öllu sé farið að lögum um fjármál stjórnmálaflokka. Þá er ítrekuð sú krafa að Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson segi af sér þingmennsku.

Sjá einnig: Sakar Ingu um að eyða opinberu fé í laun fjölskyldu

Stjórn Flokks fólksins hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeim ávirðingum sem Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður flokksins, bar á flokksformanninn Ingu Sæland um helgina í tengslum við það sem hann vill meina að séu óeðlileg afskipti hennar af fjármálum stjórnmálaflokksins.

Sjá einnig: Segir Karl Gauta vísvitandi segja rangt frá

„Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálaflokka hafa öll fjármál Flokks fólksins verið lögð árlega og skilvíslega undir skoðun löggilts endurskoðanda og Ríkisendurskoðunar,“ segir í yfirlýsingunni og þess jafnframt getið að ársreikningar flokksins hafi verið lagðir „fyrir aðalstjórn, kjörna skoðunarmenn, fjármála- og efnahagsmálanefnd, framkvæmdastjórn og landsfund Flokks fólksins til skoðunar og samþykktar áður en þeim er skilað til Ríkisendurskoðunar.“

Klaustursþingmenn segi af sér

Stjórnin segir einnig að í „þessu stranga eftirlitsferli“ hafi aldrei komið fram athugasemdir sem „gefa í skyn að fjármál Flokks fólksins séu vafasöm á nokkurn hátt.“ Þessu til stuðnings er vísað í úrdrátt af endurskoðuðum og samþykktum ársreikningi Flokks fólksins á vefsíðu Ríkisendurskoðunar og á heimasíðu flokksins.

Þá ítrekar stjórn Flokks fólksins kröfu sína um að þeir alþingismenn sem sátu drykkjufundinn á Klaustur Bar í nóvember, eða stjórnarfund Miðflokksins og Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta, eins og hann er kallaður, „ættu að axla ábyrgð á eigin gjörðum og segja strax af sér þingmennsku.“

Karl Gauti, sem starfar sem óháður þingmaður, sakaði Ingu Sæland um að verja opinberu fé í fjölskyldumeðlimi í grein í Morgunblaðinu um helgina og sagðist þar hafa margítrekað gagnrýni sína áður en honum var vikið úr flokknum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Sakar Ingu um að eyða opinberu fé í laun fjöl­skyldu­

Innlent

Segir Karl Gauta vís­vitandi segja rangt frá

Innlent

Flokkur fólksins vill að Ólafur og Karl Gauti segi af sér

Auglýsing

Nýjast

Slagsmál á Litla-hrauni tilkynnt til lögreglu í dag

Sekt fyrir að virða ekki lokanir við Hrafns­eyrar­heiði

Þriggja daga þjóðar­sorg: Allt að 200 látin

FBI tekur nú þátt í að rannsaka Boeing 737 MAX

Brexit mögulega frestað til 30. júní

„Enginn skilinn eftir“ á alþjóðlega Downs-deginum

Auglýsing