„Þett­a er búið að vera mjög á­hug­a­vert. Við erum búin að fylgj­ast með frá 25. ág­úst og það hef­ur gef­ið okk­ur smá for­skot að þeg­ar við tök­um sam­an töl­urn­ar get­um við gert þess­ar „trend“ lín­ur og það er mjög á­ber­and­i að all­ir flokk­arn­ir fóru ró­leg­a af stað. Það sést grein­i­leg­a frá sirk­a 25. ág­úst og til kannsk­i fjórð­a eða fimmt­a sept­em­ber þá var ró­legt hjá öll­um flokk­un­um,“ seg­ir Sig­urð­ur Svans­son, eigandi Sah­ar­a, en hann hef­ur und­an­farn­ar vik­ur fylgst náið með því hvers­u mikl­u stjórn­mál­a­flokk­arn­ir vörð­u í aug­lýs­ing­ar á sam­fé­lags­miðl­um.

Hann seg­ir á­hug­a­vert að skoð­a upp­lýs­ing­arn­ar núna, eft­ir kosn­ing­ar, og spá í það hvort og hverj­u pen­ing­arn­ir skil­uð­u flokk­un­um.

Að­eins er um að ræða aug­lýs­ing­ar á Fac­e­bo­ok og Insta­gram af að­al­síð­um flokk­ann­a, ekki aðr­ar síð­ur, eins og sér­stak­ar síð­ur sem eru rekn­ar af ein­staka fram­bjóð­end­um. Tím­a­bil­ið sem um ræð­ir er 25. ág­úst til 25. sept­em­ber, eða heill mán­uð­ur.

Flokk­ur fólks­ins eydd­i mest í aug­lýs­ing­ar á sam­fé­lags­miðl­um og þar á eft­ir Mið­flokk­ur­inn en báð­ir flokk­ar eydd­u meir­a en fjór­um millj­ón­um bara á sam­fé­lags­miðl­um. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er í þriðj­a sæti og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn í því fjórð­a en báð­ir flokk­ar eydd­u meir­a en tveim­ur millj­ón­um. Frjáls­lynd­i lýð­ræð­is­flokk­ur­inn eydd­i lang­minnst, eða alls 168 þús­und, í aug­lýs­ing­ar fyr­ir sam­fé­lags­miðl­a.

Hér má sjá hvernig flokkarnir eyddu meira eftir því sem leið á baráttuna.
Mynd/Sahara

Miðflokkurinn með sprengju 8. september

Hann seg­ir að Flokk­ur fólks­ins hafi far­ið fyrst af stað og svo hægt og ró­leg­a hafi all­ir flokk­arn­ir bætt við sig í bæði fjöld­a aug­lýs­ing­a og því fjár­magn­i sem var­ið var í þær.

„Mest­a sprengj­an er frá Mið­flokkn­um í kring­um 8. sept­em­ber. Þá setj­a þeir grein­i­leg­a allt í þett­a og byrj­a að moka út aug­lýs­ing­um en það er á­hug­a­vert að sjá hvern­ig þeir hald­a damp­i og fara inn í sama form og all­ir hin­ir flokk­arn­ir en Flokk­ur fólks­ins end­ar bar­átt­un­a í ros­a­leg­um hnykk og gáfu vel í lok­in,“ seg­ir Sig­urð­ur.

Sig­urð­ur seg­ir að í sam­ræm­i við þett­a sé hægt að sjá að flokk­ur­inn sem bætt­i við sig flest­um fylgj­end­um á sam­fé­lags­miðl­um, eða Fac­e­bo­ok, er Flokk­ur fólks­ins og svo Mið­flokk­ur­inn þar á eft­ir. Það virð­ist þó ekki hafa skil­að flokk­un­um eins í kjör­kass­ann því Mið­flokk­ur­inn tap­að­i ver­u­leg­u fylg­i og fjór­um þing­mönn­um á með­an Flokk­ur fólks­ins bætt­i við sig fjór­um þing­mönn­um.

Sig­urð­ur seg­ir að mið­að við úr­slit kosn­ing­ann­a sé ekki aug­ljóst sam­heng­i á mill­i þess hvers­u mik­ið flokk­ur aug­lýs­ir og hvers­u marg­ir kjós­a flokk­inn.

„Það skipt­ir líka máli hvern­ig mark­aðs­efn­i þú ert að send­a út. Mið­flokk­ur­inn hengd­i sig mik­ið á borð­a og ein­föld skil­a­boð og svon­a eig­in­leg á­róð­urs­skil­a­boð. Á tím­a­bil­i voru þeir með 300 virk­ar aug­lýs­ing­ar á með­an aðr­ir flokk­ar voru töl­u­vert und­ir því. En það sést í nið­ur­stöð­um kosn­ing­ann­a að þess­i skil­a­boð voru ekki að ná til al­menn­ings, bæði hvað þeir voru að segj­a eða hvað þeir stand­a fyr­ir,“ seg­ir Sig­urð­ur.

Aukning í fylgjendum skilaði sér ekki í kjörkassana fyrir alla.
Mynd/Sahara

Samkeppni um athygli

Hann seg­ir að á sama tíma megi sjá að skil­a­boð og her­ferð­ir Fram­sókn­ar­flokks­ins og Flokks fólks­ins voru að virk­a. Hann seg­ir að bæði hafi það ver­ið skil­a­boð­in og líka lit­a­val þeirr­a og fram­setn­ing her­ferð­ann­a.

„Fram­sókn yngd­i sig upp með skær­græn­um og bleik­um,“ seg­ir Sig­urð­ur sem tel­ur þó Ás­mund Ein­ar Dað­a­son, fé­lags- og barn­a­mál­a­ráð­herr­a, vera lyk­il­at­rið­i í því af hverj­u fylg­i Fram­sókn­ar tók svo mik­inn stökk.

„En þett­a er sam­keppn­i um at­hygl­i og þeg­ar þú ert með aug­lýs­ing­ar á sam­fé­lags­miðl­um þarft­u að vera með eitt­hvað gríp­and­i og eitt­hvað öðr­u­vís­i og þeg­ar all­ir flokk­arn­ir eru að setj­a svon­a mik­inn pen­ing í aug­lýs­ing­a er sam­keppn­in meir­i. Ef all­ir eru með ein­fald­ar aug­lýs­ing­ar þá sit­ur minn­a eft­ir,“ seg­ir Sig­urð­ur.

Hann seg­ir að Flokk­ur fólks­ins hafi ver­ið með öðr­u­vís­i aug­lýs­ing­ar og tel­ur að það hafi kannsk­i kom­ið fólk­i á ó­vart hvern­ig her­ferð­in var.

„Það má segja að maður hafi ekki búist við þessari nálgun frá þeim og þarf af leiðandi hafi þetta verið ákveðiinn "suprise" factor. Eftirá má svo segja að slagorð Framsóknar hafi hitt beint í mark.“

Hér að neð­an má sjá hvers­u mikl­u flokk­arn­ir eydd­u:

Flokk­ur fólks­ins eydd­i 4,604,575 krón­um.

Mið­flokk­ur­inn eydd­i 4,275,866 krón­um.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn eydd­i 2,819,971 krón­um.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn eydd­i 2,644,114 krón­um.

Sam­fylk­ing­in eydd­i 1,932,133.

Sós­í­al­ist­a­flokk­ur Ís­lands eydd­i 1,118,445 krón­um.

Við­reisn eydd­i 930,267 krón­um.

Vinstr­i­hreyf­ing­in - grænt fram­boð eydd­i 916,830 krón­um.

Pír­at­ar eydd­u 544,650 krón­um.

Frjáls­lynd­i lýð­ræð­is­flokk­ur­inn eydd­i 168,880 krón­um.

Hægt er að kynna sér betur tölurnar sem Sahara tók saman hér á vef þeirra.