Innlent

Flokksval Sam­fylkingarinnar: Skúli í þriðja

Í kvöld voru tilkynnt úrslit í kosningum í flokksvali Samfylkingarinnar til borgarstjórnarkosninga. Dagur B. Eggertsson leiðir listann og Heiða Björg er í öðru sæti. Skúli Helgason í þriðja sæti.

Þau skipa efstu fimm sætin á lista Samfylkingarinnar. Aðsend/Sólveig Skaftadóttir

Komið er í ljós hverjir munu leiða lista Samfylkingarinnar í komandi sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík en rafræn kosning í flokksvali fór fram í gær og dag, en þeim lauk kl. 19 í kvöld. Úrslitin voru tilkynnt á veitingastaðnum Bergsson RE úti á Granda. 

Eftirfarandi aðilar munu skipa lista Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningunum í vor:

1. Dagur B. Eggertsson (1610 atkvæði í fyrsta sæti)
2. Heiða Björg Hilmisdóttir (1126 atkvæði í fyrsta og annað sæti)
3. Skúli Helgason (708 atkvæði í fyrsta til fjórða)
4. Kristín Soffía Jónsdóttir (732 í fyrsta til fimmta)
5. Hjálmar Sveinsson (779 í fyrsta til fimmta)

Þess má geta fyrstu fimm sætin eru bindandi en restin raðaðist svo:

6. Sabine Leskopf
7. Guðrún Ögmundsdóttir
8. Magnus Már Guðmundsson
9. Dóra Magnúsdóttir
10. Ellen Calmon

1852 tóku þátt í flokksvalinu en kjörsókn var 33,5 prósent.

Dagur B. Eggertsson, sitjandi borgarstjóri, gefur kost á sér aftur og bauð sig enginn fram gegn honum í fyrsta sæti flokksvalsins. 

Um annað sætið börðust borgarfulltrúarnir Heiða Björg Hilmisdóttir, sem einnig er varaformaður flokksins, og Kristín Soffía Jónsdóttir. Heiða hlaut 1126 atkvæði og annað sætið en Kristín 732 atkvæði og fjórða sætið. 

Kristín Soffía og Heiða Björg börðust um annað sætið. Fréttablaðið/Eyþór/Ernir

Baráttan um þriðja sætið var á milli borgarfulltrúanna Skúla Helgasonar og Hjálmars Sveinssonar en einnig bauð sig fram á móti þeim Aron Leví Beck, byggingarfræðingur. Skúli hlaut sem fyrr segir þriðja sætið en Hjálmar fimmta.

Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi barðist þá um 3.-4. sætið en hafnaði að lokum í sjötta sæti. Dóra Magnúsdóttir varaborgarfulltrúi sóttist eftir fjórða sæti líkt og Magnús Már Guðmundsson, formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarfélags Reykjavíkur. Dóra hafnaði í níunda sæti en Magnús í því áttunda.


Baráttan um þriðja sætið var hörð. Skúli Helgason, Hjálmar Sveinsson og Aron Leví Beck. Fréttablaðið/samsett

Ellen Calmon fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands sóttist eftir fimmta sæti en hlaut það tíunda. Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingkona og borgarfulltrúi sóttist eftir 5.-7. sæti og hafnaði í því sjöunda.

Í framboði flokksins voru fjórtán manns. Sem fyrr segir eru fyrstu fimm sætin bindandi en uppstillingarnefnd mun úrskurða um það hverjir skipa 6.-10. sæti á lista flokksins í vor.

Borgarfulltrúum mun fjölga úr 15 í 23 á næsta kjörtímabili í borginni en kosningar fara, sem fyrr segir, fram í vor. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Dagur B. Eggertsson í faðmi fjölskyldunnar fyrr í dag. Hann mun leiða lista Samfylkingarinn í kosningunum í vor. Fréttablaðið/Eyþór

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ekki unnt að senda þyrlu vegna skerts hvíldar­tíma

Innlent

Ekki leitað á morgun sökum veðurs

Innlent

Tveir teknir án réttinda með fíkniefni

Auglýsing

Nýjast

Bretland

Konungs­fjöl­skyldan birtir brúð­kaups­myndirnar

Bandaríkin

Heitir „hörðustu refsiaðgerðum sögunnar“ gegn Íran

Innlent

Úrskurðuð látin eftir slys á Villinga­vatni

Innlent

Sagt upp eftir út­tekt á líðan starfs­fólks skólans

Erlent

Fegra umsagnir veitinga­staða fyrir HM

Svíþjóð

Skotinn til bana með hríð­skota­byssu í Gauta­borg

Auglýsing