Stjórnar­sátt­máli nýrrar ríkis­stjórnar Vinstri hreyfingarinnar græns fram­boðs, Fram­sóknar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks var sam­þykktur á fjöl­mennum flokks­ráðs­fundi VG rétt fyrir klukkan sjö í kvöld.

Flokks­ráðs­fundur VG hófst klukkan 14 í dag á Grand Hótel og stóð því fundurinn yfir í næstum fimm klukku­tíma.

Sam­kvæmt frétta­til­kynningu frá VG sam­þykktu um 80 prósent flokks­ráðs­full­trúa sátt­málann.

„Á annað hundrað manns sótti fundinn, þar af voru tæp­lega hundrað með at­kvæðis­rétt sem flokks­ráðs­full­trúar. Fundurinn var haldinn sem bæði fjar­fundur og stað­fundur, þannig að VG-fólk alls staðar að af landinu átti hægt um vik að vera með. Miklar um­ræður urðu um stjórnar­sátt­málann og var fundur VG lengri en sam­bæri­legir fundir hinna stjórnar­flokkanna, enda rík hefð innan hreyfingarinnar að ræða málin vel og lengi,“ segir í til­kynningunni.