Stjórnmálasamtök sem starfa að sveitarstjórnarmálum í Garðabæ skipta með sér tæplega einni og hálfri milljón króna sem veitt er úr bæjarsjóði til að styrkja starfsemi þeirra.

Úthlutunin er miðuð við fylgi flokkanna og fær Sjálfstæðisflokkurinn 933 þúsund krónur, Garðabæjarlistinn 423 þúsund og Miðflokkur 102 þúsund krónur.

„Fyrir liggja gögn til staðfestingar á að ofangreind stjórnmálasamtök hafa sinnt upplýsingaskyldu sinni gagnvart Ríkisendurskoðun,“ segir í fundargerð bæjarstjórnarinnar