„Íslandsbankaskýrslan er núna í rýni innanhúss, það er í áætlun að senda hana í umsögn eftir helgi. Hún mun að því ferli loknu verða afhent forseta Alþingis,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi.

Málefnalegar skýringar eru á því að skýrslugerðin tók mun lengri tíma en að var stefnt, að hans sögn. „Ég mun gefa stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þær skýringar þegar þar að kemur en tjái mig ekki frekar um þær það að sinni.“ Ríkisendurskoðandi segir verkefnið hafa reynst umfangsmeira en stofnunin sá fyrir í upphafi. „Það lýtur að f lóknu söluferli sem tók sinn tíma að vinna.“ Innan stofnunarinnar unnu fimm starfsmenn að skýrslunni, auk tveggja utanaðkomandi fjármálasérfræðinga, þeirra Hersis Sigurgeirssonar og Jóns Þórs Sturlusonar. „Skýrslan verður ágætlega efnismikil, en þó ekki um of,“ segir ríkisendurskoðandi.