Það getur reynst flókið fyrir kennara að halda úti kennslu í bekkjum og fjarkennslu fyrir þau börn sem eru fjarverandi vegna sóttkvíar eða einangrunar.

Þetta sagði Selma Barðdal Reynisdóttir, fræðslustjóri í sveitarfélaginu Skagafirði, og fulltrúi í vöktunarteymi mennta- og menningarmálaráðuneytisins um skóla og frístundastarf og sóttvarnaráðstafanir, þegar hún varð spurð hvernig námi barna væri háttað á meðan þau eru fjarverandi vegna Covid-19 á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Selma sagði að um átta þúsund börn hafi verið fjarverandi úr skólastarfi í síðustu viku, um 70 prósent þeirra væru búsett á höfuðborgarsvæðinu.

Að sögn Selmu eru skólar sem glíma við faraldurinn að gera sitt besta til að halda daglegri rútínu fyrir börn. Taka þyrfti skynsamlegar ákvarðanir um lokanir og aðrar aðgerðir tengdum skólunum.

Spurð um nám barna í sóttkví eða einangrun segir Selma aðstæður milli skóla, svæða og sveitarfélaga mismunandi og að margir skólar hefði haldið út fjarkennslu fyrir börnin eða gefið út leiðbeiningar.

Greint var frá því í morgun að Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefði sent mennta- og barnamálaráðherra bréf. Í bréfinu segir Salvör afar brýnt að skólar fái leiðbeiningar, að sam­hæfð við­brögð séu tryggð og að réttur barna til menntunar sé virtur. Við­brögð skólanna vegna sótt­kví og ein­angrun nem­enda séu mjög mis­munandi.

Þá segir Salvör einnig í bréfinu að ítrekuð sótt­kví eða ein­angrun auki líkurnar á fé­lags­legri ein­angrun barna og mögu­lega skóla­forðun. Um­boðs­maður hafi bent á mikil­vægi þess að gripið sé til að­gerða til að bregðast við skóla­forðun og því að nem­endur hverfi frá námi.