Stærðarinnar jarðskjálfti reið yfir bæinn Chishang í suðausturhluta Taívan í morgun en hann mældist 6,9 að stærð og var á tíu kílómetra dýpi.

Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna hefur gefið út flóðbylgjuviðvörun vegna skjálftans.

Á vef CNN er greint frá því að byggingar hafi hrunið í skjálftanum og eru einhverjar skemmdir á innviðum einnig.

Bjarga þurfti fólki undan rústum húss sem hrundi og aðstoða þurfti lestarfarþega sem voru innanborðs í lest sem fór af teinunum þegar skjálftinn reið yfir.

Forseti Taívans opnaði neyðarmiðstöð í eyjunni í kjölfar skjálftans en íbúar eru beðnir um að fara varlega vegna hugsanlegra eftirskjálfta.