Jarð­skjálfti af stærðinni 8,2 varð við strendur Alaska-ríkis í morgun og hefur flóð­bylgju­við­vörun nú verið gefin út fyrir suður­hluta Alaska og á Aleúta­eyjum.

Skjálftinn átti upp­tök sín í um 120 kíló­metra fjar­lægð frá Chignik í um 47 kíló­metra dýpi en nokkrir stórir eftir­skjálftar hafa mælst í kjöl­farið, þar á meðal einn 6,2 að stærð.

Að því er kemur fram í frétt New York Times um málið hækkaði vatns­borðið tölu­vert á nokkrum mælum við strendur Alaska í kjöl­far skjálftans, þar á meðal við Kodak eyju, þar sem við­vörunar­bjöllur ómuðu.

Þá var flóð­bylgju­við­vörun einnig gefin út fyrir Hawa­ii-ríki eftir skjálftann en var dregin til baka eftir um klukku­stund.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Jarð­fræði­at­hugunar­stofnun Banda­ríkjanna hafa 17 skjálftar af stærðinni 8,2 eða stærri mælst frá árinu 1990.

Uppfært 9:42:

Engin flóðbylgjuviðvörun er nú í gildi í Bandaríkjunum.