Banda­rísk og japönsk yfir­völd hafa ráð­lagt í­búum við Kyrra­hafs­strendur ríkjanna að forða sér þaðan vegna hættu á að flóð­bylgja skelli á ströndum eftir neðan­sjávar­eld­gos í sunnan­verðu Kyrra­hafi.

Hætta er talin á allt að þriggja metra háum flóð­bylgjum í Japan og 1,2 metra háum í suður­hluta þess. Í Banda­ríkjunum er hætt að sjó flæði inn á land og kraft­miklar öldur skelli á strand­lengjunni.

Mynd frá Veður­stofu Tonga sem sýnir eld­gosið.
Fréttablaðið/EPA

Meira en eins metra háar flóð­bylgjur skullu á ströndum ey­ríkisins Tonga í dag vegna gossins í fjallinu Hunga Tonga-Hunga Haʻapai. Höfuð­borg landsins er einungis í 65 kíló­metra fjar­lægð frá gos­stöðvum.

Þar er nú nánast al­gjör­lega raf­magns­laust og síma­sam­band afar tak­markað, sem og net­sam­band. Ekki er vitað hve um­fangs­mikið tjón varð af völdum bylgjunnar eða um slys á fólki að því er segir í frétt BBC.

Á sam­fé­lags­miðlum hafa verið birt mynd­skeið sem sýna vatn flæða um kirkju og heimili og ösku­fall hefur orðið í höfuð­borginni Nuku'alofa.