Bandarísk og japönsk yfirvöld hafa ráðlagt íbúum við Kyrrahafsstrendur ríkjanna að forða sér þaðan vegna hættu á að flóðbylgja skelli á ströndum eftir neðansjávareldgos í sunnanverðu Kyrrahafi.
Hætta er talin á allt að þriggja metra háum flóðbylgjum í Japan og 1,2 metra háum í suðurhluta þess. Í Bandaríkjunum er hætt að sjó flæði inn á land og kraftmiklar öldur skelli á strandlengjunni.

Meira en eins metra háar flóðbylgjur skullu á ströndum eyríkisins Tonga í dag vegna gossins í fjallinu Hunga Tonga-Hunga Haʻapai. Höfuðborg landsins er einungis í 65 kílómetra fjarlægð frá gosstöðvum.
Þar er nú nánast algjörlega rafmagnslaust og símasamband afar takmarkað, sem og netsamband. Ekki er vitað hve umfangsmikið tjón varð af völdum bylgjunnar eða um slys á fólki að því er segir í frétt BBC.
Á samfélagsmiðlum hafa verið birt myndskeið sem sýna vatn flæða um kirkju og heimili og öskufall hefur orðið í höfuðborginni Nuku'alofa.
Tsunami videos out of Tonga 🇹🇴 this afternoon following the Volcano Eruption. pic.twitter.com/JTIcEdbpGe
— Jese Tuisinu (@JTuisinu) January 15, 2022
Breaking: A tsunami warning is in effect for the island of Tonga after a volcanic eruption. A video shows a possible tsunami wave hitting the island. pic.twitter.com/rCarK7ShD8
— PM Breaking News (@PMBreakingNews) January 15, 2022
Tonga's Hunga Tonga volcano just had one of the most violent volcano eruptions ever captured on satellite. pic.twitter.com/M2D2j52gNn
— US StormWatch (@US_Stormwatch) January 15, 2022