Flóð­bylgja eftir neðan­sjávar­eld­gosið sem hófst í morgun skall á Tonga rétt fyrir há­degi. Flóð­bylgjan var ekki nema rétt rúmur metri á hæð og skall nærri höfuð­borginni Núku­alófa. BBC greinir frá.

Höfuðborgin er einungis 65 km frá neðansjávareldfjallinu Hunga Hapai og var í upphafi óttast það versta.

Myndband hér að neðan sýnir íbúa vera flýja undan bylgjunni í bílum sínum. Ekki er talið að neinn hafi látist í flóð­bylgjunni.

Flóð­bylgju við­varanir voru einnig gefnar út á eyjunni Fiji og við Nýja Sjá­land en ekki hafa borist fregnir af neinum flóð­bylgjum þar.

Fyrr í dag var greint frá því að allir í­búar á eyjunni Tonga hafa verið beðnir um að fara eins hátt yfir sjávar­­­máli og þeir komast.