Erik Larsen Fjordvald, 61 árs gamall Dani, er látinn eftir að tjaldhæll tók flugið í ofsaroki og hafnaði í hálsi hans. Óhappið varð á tjaldstæði í Thy í norðurhluta Danmerkur á föstudaginn, að því er fram kemur í frétt TV Midtvest.

Erik var að ganga frá tjaldi sínu í hvassviðri þegar hann varð fyrir járnhælnum og féll meðvitundarlaus til jarðar. Hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahús en allt kom fyrir ekki og hann lést af sárum sínum á sunnudag.

Erik lagði upp í tjaldleiðangurinn frá heimili sínu sem talið er að sé í Filskov til þess að taka þátt í samkomu vélhjólafólks.

Danska fréttaveitan TVmidtvest hefur eftir skipuleggjanda, Nis de Lasson, mótorhjólasamkomunnar að henni verði haldið áfram þótt fólki sé vissulega brugðið.