Erlent

Fljúgandi tjald­hæll banaði dönskum mótor­hjóla­manni

Danskur maður sem var í tjald­ferða­lagi til þess að taka þátt í sam­komu vél­hjóla­fólks í Thy í Dan­mörku er látinn eftir að tjald­hæll úr járni fauk í háls hans í há­vaða­roki.

Tjaldhæll tók flugið í roki á tjaldstæðinu í Thy og varð danska vélhjólamanninum að bana þegar hann hafnaði í hálsi mannsins sem átti sér einskis ills von. Skjáskot/TVmidtvest

Erik Larsen Fjordvald, 61 árs gamall Dani, er látinn eftir að tjaldhæll tók flugið í ofsaroki og hafnaði í hálsi hans. Óhappið varð á tjaldstæði í Thy í norðurhluta Danmerkur á föstudaginn, að því er fram kemur í frétt TV Midtvest.

Erik var að ganga frá tjaldi sínu í hvassviðri þegar hann varð fyrir járnhælnum og féll meðvitundarlaus til jarðar. Hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahús en allt kom fyrir ekki og hann lést af sárum sínum á sunnudag.

Erik lagði upp í tjaldleiðangurinn frá heimili sínu sem talið er að sé í Filskov til þess að taka þátt í samkomu vélhjólafólks.

Danska fréttaveitan TVmidtvest hefur eftir skipuleggjanda, Nis de Lasson, mótorhjólasamkomunnar að henni verði haldið áfram þótt fólki sé vissulega brugðið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bandaríkin

Leit að látnum gæti tekið vikur

Bretland

Deila um ágæti samkomulags

Palestína

Sjö hafa fallið á Gasasvæðinu

Auglýsing

Nýjast

Fluttur tafarlaust til afplánunar

Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn

Fengu upp­sagnar­bréf á meðan þeir voru á sjó

Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum

Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda

Horfa verði til heilsufarsógna loftslagsbreytinga

Auglýsing