Fljótsheiðinni hefur nú verið lokað en lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá þessu. Að því er kemur fram í færslu lögreglunnar er flutningabíll sem þverar veginn.

Gul veðurviðvörun er nú á svæðinu sem og á Vestfjörðum, Austurlandi að Gletting, og Ströndum og Norðurlandi vestra.

Vegfarendum sem eiga leið um heiðina er bent á að halda kyrru fyrir í Reykjadal eða á Fosshóli en einnig geta þeir komist leiðar sinnar yfir Skálfandafljótsbrúnna við Ófeigsstaði.