Bíllinn kallast Uglan eða Owl, og er 1.985 hestafla rafbíll en hann mun vera aðeins 1,69 sekúndur í hundraðið. Það er 0,6 sekúndum betri tími en hjá Tesla Model S P100D. Þetta upptak næst með því að nota fjóra öfluga rafmótora, einn á hvert hjól en saman skila þeir hrikalegu togi eða 2.000 Newtonmetrum. Bíllinn var kynntur sem tilraunabíll á bílasýningunni í Frankfurt árið 2017 en framleiðslugerðin mun fá sjálfvirkan væng aftan á bílinn. Einnig verður mælaborðið öðruvísi með hluta mæla og takka í þaki bílsins. Bíllinn er þó aðeins búinn 64 kWh rafhlöðu til að spara þyngd en grind bílsins er úr koltrejum en bíllinn mun samt vera um 1.900 kg. Hámarkshraði bílsins er 400 km á klst og drægnin 450 km. Aðeins 50 bílar verða framleiddir og mun eintakið kosta 2,5 milljónir punda eða tæpar 400 milljónir íslenskra króna.