Skemmdar­vargar í Kali­forníu köstuðu af­skornu svíns­höfði að heimili í Kali­forníu um helgina en talið er að á­rásin hafi beinst að Barry Brodd, sér­fræði­vitni sem kom Derek Chau­vin til varnar í réttar­höldunum vegna and­láts Geor­ge Floyd, sem bjó einu sinni á heimilinu.

Að sögn lög­reglunnar í Santa Rosa fann hús­eig­andinn höfuðið á veröndinni að­fara­nótt sunnu­dags en húsið sjálft var einnig út­atað blóði. Hús­eig­andinn sagðist hafa sé‘ svart­klæddar mann­eskjur flýja svæðið þegar hann hringdi á lög­reglu. Talið er að sömu mann­eskjur hafi einnig makað blóði á styttu í verslunar­mið­stöð skammt frá skömmu síðar.

Sagði dauða Floyd slys

Líkt og áður segir var Brodd sér­fræði­vitni í réttar­höldunum gegn Chau­vin en hann sagði í síðustu viku að Chau­vin hafi ekki farið oforsi þegar hann hand­tók Floyd og kraup á hálsi hans í níu mínútur. Að sögn Brodd var and­lát Floyd ein­fald­lega slys og að­gerðir Chau­vins rétt­lætan­legar.


Chau­vin er á­kærður í þremur liðum, fyrir mann­dráp og morð, en réttar­höldin hófust í Minnea­polis fyrir þremur vikum. Tugir hafa borið vitni í réttar­höldunum og mun loka­mál­flutningur hefjast í dag en eftir það verða ör­lög Chau­vins í höndum tólf kvið­dómara.

Verði Chau­vin fundinn sekur í öllum á­kæru­liðum á hann yfir höfði sér allt að 75 ára fangelsi en hann gæti verið dæmdur í ein­hverjum liðum en sýknaður í öðrum og því fengið vægari dóm. Aðrir lög­reglu­menn sem komu að hand­tökunni þann 25. maí 2020 hafa einnig verið á­kærðir í tengslum við málið.