Nærri helmingur þeirra Íslendinga sem hugðust kaupa sér notaðan bíl innan þriggja ára vildu að hann væri knúinn dísilolíu, þegar þeir voru spurðir hvaða orkugjafa þeir vildu að bíllinn væri knúinn.

Næst flestir vildu að bíllinn væri knúinn bensíni, 29% en fæstir rafmagni, eða 26%. Hlutfall þeirra sem hyggja á kaup á notuðum rafbílum jókust um sjö prósentustig frá síðustu könnun.

Konur reyndust líklegri til að vilja rafbíla en meira en helmingur karla vildi dísilbíl. Hlutfall þeirr asem vildu notaðan dísilbíl var mun hærra á landsbyggðinni (60%) en á höfuðborgarsvæðinu (32%).

Þetta kemur fram í könnun MMR, sem gerð var í janúar. Eftirspurn eftir notuðum rafbílum hefur þannig aukist, þó hinir orkugjafarnir hafi enn vinninginn.