Innlent

Flestir vilja enn bíla knúna dísilolíu

Eftirspurn eftir notuðum rafbílum hefur aukist. Fleiri vilja þó áfram bensín- eða dísilbíla, þegar notaðir bílar eru annars vegar.

Mengun af völdum útblásturs er stundum mikil í Reykjavík.

Nærri helmingur þeirra Íslendinga sem hugðust kaupa sér notaðan bíl innan þriggja ára vildu að hann væri knúinn dísilolíu, þegar þeir voru spurðir hvaða orkugjafa þeir vildu að bíllinn væri knúinn.

Næst flestir vildu að bíllinn væri knúinn bensíni, 29% en fæstir rafmagni, eða 26%. Hlutfall þeirra sem hyggja á kaup á notuðum rafbílum jókust um sjö prósentustig frá síðustu könnun.

Konur reyndust líklegri til að vilja rafbíla en meira en helmingur karla vildi dísilbíl. Hlutfall þeirr asem vildu notaðan dísilbíl var mun hærra á landsbyggðinni (60%) en á höfuðborgarsvæðinu (32%).

Þetta kemur fram í könnun MMR, sem gerð var í janúar. Eftirspurn eftir notuðum rafbílum hefur þannig aukist, þó hinir orkugjafarnir hafi enn vinninginn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Veður

Kaldur vindur í dag og stormur í nótt

Innlent

Munu sækja tjón sitt vegna friðunar

Heilbrigðismál

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Auglýsing

Nýjast

Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga

Hafna uppbyggingu á Granda

Fyrri frið­lýsingin nauð­syn­leg til að ná fram sátt

​Fallast á vernd um Víkur­garð

Komst yfir upp­lýsingar um 422 börn í Mentor

Ís­land ver 30 milljónum til flótta­fólks frá Venesúela

Auglýsing