Helmingur varð var við rangar upp­lýsingar eða fals­fréttir í að­draganda al­þingis­kosninganna á Ís­landi í septem­ber á þessu ári. Stór meiri­hluti, eða um 72 prósent, sögðust hafa séð slíkar upp­lýsingar á Face­book. Um 41 prósent þátt­tak­enda sögðu sjón­varp vera mikil­vægasta miðilinn í að­draganda kosninga.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Fjöl­miðla­nefndar um fals­fréttir og upp­lýsinga­ó­reiðu í að­draganda al­þingis­kosninga 2021. Skýrslan byggir á niður­stöðum könnunar Maskínu fyrir Fjöl­miðla­nefnd sem lögð var fyrir dagana eftir kosningar.

11 prósent urðu vör við falsfréttir oft á dag

Í til­kynningu frá Fjöl­miðla­nefnd segir að 11 prósent þátt­tak­enda hafi orðið vör við slíkar upp­lýsingar oft á dag síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Af þeim sem sögðust hafa orðið vör við fals­fréttir eða rangar upp­lýsingar sagðist rúm­lega helmingur, eða 52,2% prósent telja að á­kveðinn stjórn­mála­flokkur hafi borið á­byrgð á þeim.

Kjós­endur ríkis­stjórnar­flokkana, það er Sjálf­stæðis­flokks, Vinstri­hreyfingarinnar - græns fram­boðs og Fram­sóknar­flokks voru ó­lík­legust til að hafa orðið vör við fals­fréttir eða rangar upp­lýsingar.

Þá kemur fram í til­kynningunni að flestir hafi séð slíkar upp­lýsingar eða fals­fréttir á Face­book, eða 72,2 prósent. 32,3 prósent sögðust hafa séð slíkt á rit­stýrðum net­miðlum, 27,8 prósent í sjón­varpi, 26,3 prósent í rit­stýrðum prent­miðlum og 22,3 prósent í út­varpi. Þá sögðust 15,3 prósent hafa séð rangar upp­lýsingar eða fals­fréttir á Insta­gram, 14,6 prósent á Twitter, 10,5 prósent á YouTu­be, 5,3 prósent á TikTok, fimm prósent á sam­skipta­miðli á borð við Mess­en­ger eða What­sApp, 4,7 prósent í hlað­varpi og 2,9 prósent á Snapchat.

Af þeim sem sögðust hafa orðið vör við fals­fréttir eða rangar upp­lýsingar í að­draganda kosninganna sagðist rúmur helmingur telja að á­kveðinn stjórn­mála­flokkur hafi borið á­byrgð á þeim. Þá töldu 29,1 prósent að á­kveðinn ís­lenskur fjöl­miðill hafi borið á­byrgð á upp­lýsingunum og fjórðungur töldu að á­kveðinn stjórn­mála­maður hafi borið á­byrgð á þeim. Að­eins 2,2 prósent þeirra sem svöruðu töldu að er­lendur aðili hafi borið á­byrgð á upp­lýsingunum.

Í könnuninni var einnig spurt um þann trúnað sem al­menningur leggur á upp­lýsingar frá stjórn­mála­mönnum fyrir kosningar og traust til fjöl­miðla og upp­lýsinga frá ríkis­stofnunum og sótt­varna­yfir­völdum.

Landsmönnum þykir sjónvarpið mikilvægasta miðilinn í aðdraganda kosninga. Myndin er tekin þegar leiðtogar flokka mættust á RÚV.
Fréttablaðið/Anton Brink

Sjón­varp mikil­vægasti frétta­miðillinn

Alls sögðu 41,3 prósent þátt­tak­enda að sjón­varp væri mikil­vægasti frétta­miðillinn í að­draganda kosninga. 20,4 prósent sögðu að út­varp væri mikil­vægast og 18,6 prósent sögðu að ó­keypis frétta­miðlar á netinu væru mikil­vægastir.

Jafn­framt svöruðu 7,3 prósent þátt­tak­enda að þeim þættu frétta­miðlar á netinu sem þau eða aðrir greiddu fyrir mikil­vægastir, en að­eins 5,5 prósent sögðu að mikil­vægasti frétta­miðillinn væru sam­fé­lags­miðlar. Þá sögðust 5,3 prósent telja dag­blöð mikil­vægasta frétta­miðilinn og 0,7 prósent sögðust telja að mikil­vægasti frétta­miðillinn væru hlað­vörp.

Mis­jafn skilningur á því hvað hug­tökin fals­fréttir og rangar upp­lýsingar fela í sér

Í spurninga­könnuninni var spurt um það hvaða röngu upp­lýsingar eða fals­fréttir þátt­tak­endur hefðu orðið varir við í að­draganda al­þingis­kosninganna. Af svörum þeirra sem töldu sig hafa séð rangar upp­lýsingar eða fals­fréttir má sjá að ein­hverjir töldu pólitískar stað­hæfingar sem þeir voru ó­sam­mála til rangra upp­lýsinga eða fals­frétta. Við túlkun á niður­stöðum könnunarinnar þarf því að hafa í huga að skilningur þátt­tak­enda á þeim hug­tökum sem liggja könnuninni til grund­vallar hafi hugsan­lega verið ó­líkur. Ein­hverjir virtust þannig hafa annan skilning á því hvað hug­tökin „rangar upp­lýsingar“ og „fals­fréttir“ fela í sér en aðrir þátt­tak­endur. Hugsan­legt er að þetta skýri að ein­hverju leyti þá niður­stöðu könnunarinnar að meiri­hluti þátt­tak­enda telji á­kveðinn stjórn­mála­flokk hafa borið á­byrgð á fals­fréttum og röngum upp­lýsingum.

Skýrsluna í heild má nálgast hér.