Árið 2019 dóu flestir úr blóðrásarsjúkdómum, eða 701 einstaklingur, sem svarar til tæplega þriðjungs allra látinna, eða 31 prósent. Næst á eftir því létust flestir úr æxlum eða 28 prósent. Þá létust 268 einstaklingar árið 2019 í taugakerfi, eða 11,7 prósent. Þá létust 170 einstaklingar úr öndunarfærum, eða 7,5 prósent. Á vef Hagstofunnar má enn fremur sjá að alls létust 2.275 einstaklingar það ár.

104 einstaklingar létust úr geðröskunum eða atferlisröskunum og 89 úr vitglöpum. 176 einstaklingar létust úr Alzheimer-sjúkdómnum og samanlagt 769 einstaklingar úr ýmsum hjartasjúkdómum. Þá létust 124 úr heilaæðasjúkdómum og 170 úr sjúkdómum í öndunarfærum.

Þá létust 39 vegna sjálfsvígs eða vísvitandi sjálfsskaða. Ekkert manndráp var árið 2019 en eitt andlát er skráð þar sem óvíst er með ásetning. Þá eru 33 andlát skráð sem óhappaeitrun en þá er átt við lyfjatengd andlát.

Listinn sem hér er ekki tæmandi. Hægt er að kynna sér nánar gögnin hér á heimasíðu Hagstofunnar.