Innlent

Flestir kaupa fyrstu íbúð á Vest­fjörðum

Fyrstu íbúðarkaup hafa ekki verið fleiri frá hruni, en þau voru um 26 prósent allra íbúðarkaupa á öðrum ársfjórðungi. Hlutfallslega flest fyrstu kaup voru á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og á Suðurnesjum.

Samkvæmt skýrslu Íbúðalánasjóðs voru flest fyrstu kaup sem hlutfall af öllum íbúðakaupum á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Suðurnesjum Fréttablaðið/Pjetur

Samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs um húsnæðismarkaðinn hafa fyrstu íbúðarkaup ekki verið fleiri frá því að minnsta kosti árið 2008. Alls voru þau 905 á öðrum ársfjórðungi eða um 26 prósent allra íbúðarkaupa . 

Hlutfallslega flest fyrstu kaup voru á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og á Suðurnesjum þar sem meira en 30 prósent allra íbúðarkaupa á öðrum ársfjórðungi voru fyrstu kaup. 

Í skýrslunni kemur einnig fram að í júní seldust um fjórtán prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði og hafa slík kaup ekki verið fleiri síðan í júlí 2017. Miðgildi kaupverðs í kaupsamningum  í júní var um 45 milljónir en miðgildi ásetts verðs í fasteignaauglýsingum var um 48 milljónir króna.

Þá hefur verð sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu einnig tekið kipp undanfarna mánuði og hefur hækkað um 9,3 prósent. Fjölbýli hefur aðeins hækkað um 3,7 prósent á sama tímabili. Þetta er öfugt við það sem var frá janúar 2012 til maí 2017 þegar fjölbýli hækkaði um 21 prósent meira í verði en sérbýli.

Aldur fyrstu kaupenda farið hækkandi

Í skýrslu Íbúðalánasjóðs frá því í júlí var síðan fjallað um að aldur fyrstu kaupenda hefur farið hækkandi síðustu áratugina. Í kringum árið 1970 var aldur fyrstu kaupenda um 22 áta, tíu árum síðar var aldurinn um 24 ára og svo með hverjum áratugnum sem leið hækkaði aldurinn og voru þeir sem keyptu sína fyrstu fasteign eftir síðustu aldamót, það er frá 2000 til 2018, um 28 ára gamlir.

Í skýrslunni kemur einnig fram að þrátt fyrir að meðalaldur hafi verið 28 ár var um 41 prósent kaupenda yngri en 25 ára á árunum 2000 til 2009. Eftir árið 2010 var hlutfall þeirra komið niður í 28 prósent. Þetta er talið benda til þess að annaðhvort sé orðið erfiðara fyrir ungt fólk að komast inn á húsnæðismarkað eða að fólk velji að kaupa sér sína fyrstu eign síðar á lífsleiðinni.

Í byggingariðnaði er mestur vöxtur í kringum byggingu húsnæðis og þróun byggingaverkefna Fréttablaðið/Eyþór

Vísitala leiguverðs aldrei lægri

Í ágúst skýrslu Íbúðalánasjóðs er einnig farið yfir áframhaldandi vöxt í veltu byggingariðnaðarins, þó eitthvað hafi hægt á honum frá því í kringum árin 2015 og 2016. Skoðuð er árstíðaleiðrétt velta í þremur atvinnugreinum sem tengjast byggingariðnaði og mannvirkjagerð og kemur í ljóst að mestur vöxtur hefur verið í kringum byggingu húsnæðis og þróun byggingaverkefna. Segir að það sé talsverð breyting frá því í fyrra þegar vöxtur var frekar talinn drifinn áfram að sérhæfðri byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Sú þróun er talin vísbending um aukin umsvif við byggingu húsnæðis.

Vísitala leiguverðs lækkaði um 2,4 prósent á milli mánaða í júní en hefur hækkað um sjö prósent undanfarna tvo mánuði. Um er að ræða mestu lækkun leiguverðs síðan mælingar hófust árið 2011 en þó er tekið fram í skýrslunni að vísitalan á það til að flökta á milli mánaða.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

​For­maður ÍKSA lofaði upp í ermina á sér og harmar það

Verkalýðsmál

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Innlent

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Auglýsing

Nýjast

Netanja­hú hættir sem utan­ríkis­ráð­herra

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Shamima fæddi barn í flótta­manna­búðunum

Auglýsing