Skráð at­vinnu­leysi var 3,2 prósent í júlí og minnkaði úr 3,3 prósentum í júní.

Minnst var at­vinnu­leysi í júlí á Norður­landi vestra, einungis 0,7 prósent, og mest á Suður­nesjum, 5,5 prósent. At­vinnu­leysi var næst­mest á höfuð­borgar­svæðinu, 3,5 prósent, en var 3,7 prósent í júní.

Alls höfðu tæp­lega 2.400 verið án at­vinnu í meira en tólf mánuði í lok júlí. Á sama tíma í fyrra hafði 5.361 verið án at­vinnu í meira en ár.