Tæplega átján prósent íbúa í Reykjavík þann 1. desember síðastliðinn voru erlendir ríkisborgarar. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands.

Hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi er í Mýrdalshreppi þar sem 51 prósent íbúa er með erlent ríkisfang. Næst hæst er hlutfallið í Skaftárhreppi þar sem 32,4 prósent íbúa eru erlendir.

Lægst hlutfall erlendra ríkisborgara er í Skorradalshreppi og Skagabyggð, 3,3 prósent.

Þegar horft er til landshluta er hæsta hlutfall íbúa með erlent ríkisfang á Suðurnesjum, 23,5 prósent. Lægst er hlutfallið á Norðurlandi eystra, 8,6 prósent.

Alls búa rétt tæplega 55 þúsund erlendir ríkisborgarar hér á landi.