Borgar­búar voru í óða­önn að undir­búa sig fyrir ó­hefð­bundna verslunar­manna­helgi í gær, annað árið í röð. Þótt úti­há­tíðir hafi verið blásnar af ruku tjöld og annar úti­legu­búnaður úr hillum verslana eins og heitar lummur og harð­fiskurinn sömu­leiðis.

Frétta­blaðið hitti fólk sem var að sækja sér vistir í verslunar­leið­öngrum víðs vegar um borgina í gær og spurði hvernig þessi ó­venju­lega verslunar­manna­helgi legðist í það.

Birgitta Inga, kölluð Bitta.
Fréttablaðið/Óttar

„Bara vel! Systir mín á af­mæli. Við ætluðum að fara norður en svo hættum við bara við. Aðal­lega af því við fundum ekki bíl. Nennti ekki að húkka.“

Kristófer Daði.
Fréttablaðið/Óttar

„Ég veit það ekki alveg, ég átti að vera í Eyjum. Ætli hún leggist ekki vel í mig bara. Við erum að fara í úti­legu í Hval­firðinum, veit ekki meir. Það á bara eftir að koma í ljós.“

Rakel Gróa og Arnór Rafn.
Fréttablaðið/Óttar

„Bara mjög vel! Við höfðum planað að fara á Þjóð­há­tíð en á­kváðum að skipta um stefnu og fara á Laugar­vatn í sumar­bú­stað og við erum bara á­nægð með þetta. Við erum að elta vinina og stemninguna og vera skyn­söm líka.“

Bríet Mörk.
Fréttablaðið/Óttar

„Það er bara mjög ó­ljóst, þannig að ég er bara ró­leg fyrir helginni. Enda var ég ekki að stefna á að fara á Þjóð­há­tíð eða neitt þannig. Þetta eru ekkert von­brigði. En ég held að ég reyni að gera eitt­hvað svona áður en ég fer að vinna aftur, spurning hvað það er, það er ekkert planað.“