Endur­kröfur vá­trygginga­fé­laga á öku­menn vegna tjóns sem þeir ollu af á­setningi eða stór­kost­legu gá­leysi námu rúm­lega 171 milljón króna í fyrra. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu.

Hæsta krafan nam 6,5 milljónum króna en sú næst hæsta 5,9 milljónum. Alls bárust þriggja manna nefnd sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, skipaði 175 mál til úr­skurðar. Af þessum málum sam­þykkti nefndin endur­kröfu að öllu leyti eða að hluta í 158 málum.

Í þeim 80 til­vikum, þar sem mælt var fyrir um endur­kröfu vegna ölvunar á árinu 2021, reyndust 75 öku­menn, eða rúm 80 prósent þeirra, vera með svo mikið vín­anda­magn í blóði að þeir töldust með öllu ó­hæfir til að stjórna öku­tækinu.

Öku­menn, sem voru 25 ára og yngri er þeir ollu tjóni, áttu hlut að um 23 prósentum mála á árinu.

Á árinu 2021 voru á­stæður endur­kröfu oftast ölvun eða í 93 til­vikum. Lyfja­á­hrif var næst al­gengasta á­stæða endur­kröfu. Voru þau til­vik 53. Í 12 málum voru öku­menn endur­krafðir vegna öku­réttinda­leysis. Fimm voru krafðir um endur­kröfu vegna ofsa- eða glæfra­aksturs, einn vegna stór­kost­legs gá­leysis, einn vegna brots á var­úðar­reglu og notkunar far­síma, og sex vegna stór­fellds van­búnaðar öku­tækisins eða farms þess.

Um­ferðar­lög mæla svo fyrir, að vá­trygginga­fé­lag, sem greitt hefur bætur vegna tjóns af völdum öku­tækja, eignist endur­kröfu­rétt á hendur þeim, sem tjóni olli af á­setningi eða stór­kost­legu gá­leysi.

Í nefndinni sitja lög­fræðingarnir Helgi Jóhannes­son, for­maður, Edda Andra­dóttir og Jóna Björk Guðna­dóttir.