Sam­kvæmt nýrr­i rann­sókn sænskr­a yf­ir­vald­a er Sví­þjóð það Evróp­u­land þar sem flest­ar ban­væn­ar skot­á­rás­ir eiga sér stað. Það var áður það land þar sem fæst­ar slík­ar skot­á­rás­ir áttu sér stað en mik­il aukn­ing hef­ur ver­ið á slík­um glæp­um í Sví­þjóð á und­an­förn­um árum.

Upp úr 2000 var Sví­­þjóð neðst á list­­a þeg­­ar kom að ban­v­æn­­um skot­­á­r­ás­­um í Evróp­­u. Síð­­an 2013 hef­­ur slík­­um á­r­ás­­um fjölg­­að stöð­­ugt og Sví­­þjóð trjón­­að á topp­­i list­­ans síð­­an 2018. Þeg­­ar kem­­ur að öðr­­um of­b­eld­­is­­glæp­­um er Sví­­þjóð hins veg­­ar með þeim lönd­­um Evróp­­u þar sem fæst slík­ir glæp­ir eru framd­ir.

Lög­regl­u­mað­ur fyr­ir utan net­kaff­i­hús í Mal­mö þar sem sex voru skotn­ir árið 2018.
Fréttablaðið/AFP

Dreg­ið hef­ur úr fjöld­a ban­vænn­a skot­á­rás­a það sem af er ár­in­u mið­að við sama tím­a­bil und­an­geng­in ár. Rann­sókn­in tók þó ekki til þess­a árs.

„Sú fjölg­un sem orð­ið hef­ur í Sví­þjóð er ólík þró­un ann­ars stað­ar í Evróp­u. Sví­þjóð hef­ur far­ið úr neðst­a sæti í það efst­a sam­kvæmt evr­ópskr­i töl­fræð­i,“ seg­ir Klar­a Hrad­il­ov­a-Sel­in, ein þeirr­a sem stóð fyr­ir rann­sókn­inn­i í sam­tal­i við sænsk­a rík­is­út­varp­ið SVT.

Átta af hverj­um tíu skot­á­rás­um í Sví­þjóð tengj­ast glæp­a­gengj­um, eink­um vím­u­efn­a­söl­u. Þrátt fyr­ir að slíkt fyr­ir­finn­ist í hin­um 22 lönd­um sem höfð voru til sam­an­burð­ar er ekki ljóst hvers vegn­a aukn­ing­in hef­ur orð­ið jafn mik­il og raun ber vitn­i í Sví­þjóð.

„Því mið­ur stað­fest­ir þett­a grun okk­ar um að aukn­ing­in í Sví­þjóð sé ein­stök,“ seg­ir Håkan Jar­borg hjá sænsk­u lög­regl­unn­i.