46 greindust með kórónu­veiruna í gær. Er um að ræða flest smit sem greinst hafa á einum degi síðan þann 3. septem­ber síðast­liðinn.

Alls eru 336 í ein­angrun en þeir voru 309 í gær. 1111 manns eru í sótt­kví og fjölgar þeim frá því í gær en þá voru þeir 992.

320 manns eru í skimunar­sótt­kví. Níu manns eru á sjúkra­húsi vegna veirunnar, það er sami fjöldi og í gær. Tveir eru á gjör­gæslu.