Alls eru 151 látin í hrekkjavökuslysinu í Seúl í Suður-Kóreu. Mögulega mun sú tala hækka en 24 af þeim 104 sem eru á spítala eru talin í lífshættu. Af þeim látnu eru 19 þeirra erlendis ríkisborgarar en greint hefur verið frá því að á meðal þeirra voru Norðmenn og Kínverjar.
Flest þeirra látnu eru ungt fólk á þrítugsaldri en þau festust og voru kramin í stóru hrekkjavökupartý í þröngu stræti í næturlífshverfi Seúl í gær.
Um var að ræða stærsta utandyra teitið sem hefur verið haldið frá heimsfaraldri. Talið er að allt að hundrað þúsund hafi komið þar saman í Itaewon-hverfi í gær til að halda upp á hátíðina og hafa vitni sagt að það hafi verið svo þröngt og erfitt að komast um að sjúkraliðar og slökkviliðsbílar gátu varla komist á vettvang. Itaewon er vinsælt hverfi sem er þekkt fyrir góða klúbba, veitingastaði og skemmtistaði.
Á vef AP er greint frá því að þúsundir hafi í dag leitað ástvina sinna sem þau hafa ekki heyrt í hjá borgaryfirvöldum
Þar segir einnig að fyrirtæki í grennd við slysstaðinn ætli sér að hafa lokað fram yfir mánudag til að takmarka þann fjölda sem þangað leitar til að skemmta sér

Þjóðarsorg
Forseti Suður-Kóreu lýsti yfir þjóðarsorg í ávarpi í morgun og skipaði starfsmönnum í ríkisbyggingum að flagga í hálfa stöng. Í ávarpinu, sem var í beinni útsendingu í sjónvarpi, sagði hann að fjölskyldur þeirra látnu myndu fá stuðning til að halda útför og að slasaðir yrðu aðstoðaðir með meiðsli sín.
Hann kallaði eftir því að rannsókn færi fram og að öryggi á svo stórum viðburðum yrði tryggt svo hægt verði að halda þá.
„Þetta er hræðilegt. Þessi harmleikur og hörmung þurfti ekki að gerast í hjarta Seúl á hrekkjavöku,“ sagði Yoon Suk-Yeol forsetinn og að hann væri sorgmæddur vegna þess að forseti á að bera ábyrgð á lífi og öryggi fólks. Eftir ræðuna heimsótti hann slysstað.
Fjöldi þjóðhöfðingja hafa sent suður-kóresku þjóðinni samúðarkveðjur. Þær má sjá hér að neðan.
Doug and I send our condolences to those grieving the loss of a loved one in Seoul. We stand with the people of the Republic of Korea and wish for a fast recovery to all those who were injured.
— Vice President Kamala Harris (@VP) October 29, 2022
Horrific news from Seoul tonight.
— Rishi Sunak (@RishiSunak) October 29, 2022
All our thoughts are with those currently responding and all South Koreans at this very distressing time.
Deeply shocked at the loss of so many young lives due to the stampede in Seoul. Our condolences to the families of those who lost their dear ones. We stand in solidarity with the Republic of Korea during this difficult time.
— Dr. S. Jaishankar (@DrSJaishankar) October 30, 2022
Die tragischen Ereignisse in #Seoul erschüttern uns zutiefst. Unsere Gedanken sind bei den vielen Opfern und ihren Angehörigen. Das ist ein trauriger Tag für Südkorea. Deutschland steht an ihrer Seite.
— Bundeskanzler Olaf Scholz (@Bundeskanzler) October 29, 2022