Á síðasta ári dóu að meðaltali 44,7 einstaklingar í hverri viku hér á landi. Það eru ívið fleiri en árin 2017-2020 þegar 43,4 dóu að meðaltali. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Tíðasti aldur látinna árið 2021 var 87 ár. Alls dóu 2.325 einstaklingar hér á landi á síðasta ári.