Um­sóknum um nám í leik­skóla­kennara­fræði hefur fjölgað um tuttugu prósent milli ára, sem er veru­leg aukning frá síðustu árum. Alls hafa 110 um­sóknir borist Há­skóla Ís­lands.

Síðustu þrjú ár hefur út­skrifuðum leik­skóla­kennurum fjölgað jafnt og þétt. Árið 2020 braut­skráðist tuttugu og einn leik­skóla­kennara­nemi frá Mennta­vísinda­sviði Há­skóla Ís­lands, árið 2021 voru þeir fjöru­tíu og níu, og síðustu helgi út­skrifuðust sjö­tíu leik­skóla­kennara­nemar.

Ingi­björg Ósk Sigurðar­dóttir, dósent og um­sjónar­maður náms­leiðar í leik­skóla­kennara­fræðum við Há­skóla Ís­lands, segir aukninguna hafa mikla þýðingu fyrir leik­skóla­sam­fé­lagið.

„Kennara­starfið er eitt mikil­vægasta starfið í sam­fé­laginu. Það er mjög mikil­vægt að í leik­skólum starfi leik­skóla­kennarar og þeir hafi þá fag­þekkingu sem til þarf, bæði upp á gæði starfsins og menntun yngstu barnanna.“