Tveir útgerðaraðilar til viðbótar lögðu fram stjórnsýslukæru vegna úthlutunar byggðarkvóta hjá Ísafjarðarbæ þetta árið. Með því er búið að leggja inn þrjár stjórnsýslukærur vegna úthlutunarinnar.
Eins og Fréttablaðið fjallaði um í síðustu viku lögðu Sigfús Bergmann Önundarson og Guðmundur Gísli Geirdal, útgerðarmenn á Ísafirði, fram stjórnsýslukæru vegna afgreiðslu á tillögu um sérreglur byggðakvóta hjá sveitarfélaginu þetta árið.
Nú hafa Rúnar Karvel Guðmundsson annars vegar og ´Gísli Páll Guðjónsson hins vegar lagt fram kæru byggða á sama rökstuðningi.
Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði í samtali við Fréttablaðið að þetta hlyti að vera byggt á einhverjum misskilningi og átti ekki von á öðru en að það yrði úrskurðað bæjarfélaginu í hag.
„Ég geri ekki ráð fyrir öðru, annað væri afar sérkennilegt,“ segir Arna Lára.