Enn berast á­sakanir um teiti á Downing-stræti, for­sætis­herra­bú­staðnum í Bret­landi, en nú hefur stars­fólk ráðu­neytisins verið sakað um að halda tvö partý á sama tíma og jarðar­för her­togans af Edin­borg fór fram í apríl á síðast ári.

Fjallað er um málið í öllum breskum miðlum en þar kemur fram að á sam­komunum sem um ræðir hafi um 30 manns komið saman og drukkið á­fengi og dansað en á þessum tíma var ó­líkum heimilum bannað að blanda geði, nema utan­dyra en það máttu ekki vera fleiri en sex og ekki frá meira en tveimur heimilum.

Í til­kynningu frá ráðu­neytinu kom fram að það hafi verið haldin kveðju­ræða en vildi ekki segja neitt um það hvort að það hafi verið drukkið eða dansað. For­sætis­ráð­herrann, Boris John­son, var ekki við­staddur um­rædd teiti því hann varði þessari helgi í bú­stað sínum fyrir utan London.

Afsökunarbeiðni Johnson á forsíðum blaða í gær.
Fréttablaðið/EPA

Spiluðu tónlist úr fartölvu

Tals­kona John­son hefur stað­festa að fyrr­verandi upp­lýsinga­full­trúinn James Slack hafi haldið kveðju­ræðu til að þakka sam­starfs­fólki fyrir sam­starfið áður en hann tók við sem að­stoðar­rit­stjóri á blaðinu Sun.

Hann hefur beðist af­sökunar á teitinu og viður­kennt að það hefði ekki átt að eiga sér stað á þessum tíma­punkti. Hann hefur ekki viljað segja meira um það. Á­sakanirnar um partýið koma á sama tíma og John­son tekst á við reiði frá bæði al­menningi og flokks­fé­lögum sínum vegna partýs sem hann var við­staddur í maí þegar miklar sam­komu­tak­markanir voru í gildi í Bret­landi. Á mið­viku­daginn, 12, janúar, baðst John­son af­sökunar á því að hafa verið þar.

Seinna teitið sem um ræðir var haldið fyrir einn af ljós­myndurum for­sætis­ráð­herrans þar sem einnig hafa verið á­sakanir um á­fengis­drykkju auk þess sem þar var spiluð tón­list úr far­tölvu en þau voru bæði á sama tíma og þjóðar­sorg var vegna frá­falls her­togans af Edin­borg en það var frá 9. til 17. Apríl á síðasta ári.

Fram kemur í frétt breska ríkis­út­varpsins að seinna um kvöldið hafi bæði partýin sam­einast í garðinum og haldið á­fram fram yfir mið­nætti.

For­maður frjáls­lyndra Demó­krata í Bret­landi, Ed Da­vey, er meðal þeirra sem hefur gagn­rýnt partýin harð­lega og hefur í því sam­hengi nefnt það að á meðan þau skemmtu sér var drottningin að syrgja frá­fall Filippusar.

„Á meðan hún syrgði, skemmtu þau sér á númer 10.“

Nánar hér á vef BBC.