Á Íslandi er hlutfallið meira en 450 á hverja 100 þúsund vinnufæra íbúa, en meðaltal álfunnar er 210. Aðeins Svíar hafa fleiri þjálfara, en þar er hlutfallið rúmlega 580 á hverja 100 þúsund.

Meðal þeirra ríkja þar sem hlutfallið er lægst má nefna Pólland og Rúmeníu, en Belgar verma botn­sætið með aðeins 80 þjálfara á hverja 100 þúsund. Í tölunum kemur einnig fram að þjálfurum og öðru íþróttamiðuðu starfsfólki hafi fækkað um 6 prósent síðan COVID-19 faraldurinn hófst. Mest fækkun er hjá konum á aldrinum 15 til 34 ára, alls 18 prósent.

Mikill fjöldi þjálfara, og sérstaklega menntaðra þjálfara, hefur verið nefndur sem einn af lykilþáttunum í Íslenska forvarnamódelinu. En með aukinni áherslu á faglegt íþróttastarf hefur áhættuhegðun unglinga, svo sem drykkja og fíkniefnaneysla, verið á miklu undanhaldi síðustu áratugi