Þann 20. janúar síðast­liðinn greindu fjöl­miðlar frá því að CO­VID-19, eða kóróna­vírusinn hefði fundist í fyrsta sinn í Banda­ríkjunum. Rúmum mánuði síðar stað­festu heil­brigðis­yfir­völd þar í landi að karl­maður á fimm­tugs­aldri eftir látist af kóróna­veirunnar. Um var að ræða fyrsta and­látið af völdum veirunnar í Banda­ríkjunum.

Í til­­­kynningu heil­brigðis­yfir­­valda kom fram að maðurinn mætti á heilsu­­gæslu í Kirk­land í Was­hington og glímdi þá við „mjög mikla öndunar­erfið­­leika. Fylkis­­stjórinn Jay Inslee sagði í yfir­­­lýsingu. „Hugur okkar eru hjá fjöl­­skyldu og vinum þess sem lést. Við munum halda á­­fram að vinna að því mark­miði að sá dagur komi þar sem enginn getur dáið úr þessari veiru.“

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar.

Sam­kvæmt nýjustu tölum eru smitaðir nú rúm­lega átta­tíu þúsund. Þá hafa yfir þúsund manns látist af völdum CO­VID-19. Til­fellum hefur fjölgað gríðar­lega síðustu daga og tróna nú Banda­ríkja­menn á toppnum yfir flest smit af öllum löndum í heiminum. Fóru Banda­ríkja­menn fram úr Kín­verjum í dag. Þrátt fyrir þessa gríðar­legu fjölgun er Donald Trump Banda­ríkja­for­seti bjart­sýnn á að þetta muni ekki hafa svo slæm á­hrif á efna­hag landsins.

Sprengin síðasta sólarhringinn

Þegar þetta er skrifað hafa 82,179 smit verið stað­fest. 1,177 hafa látist úr hinni skæðu kóróna­veiru. 150 manns féllu frá síðasta sólar­hringinn. Tæp­lega tvö þúsund hafa náð sér að fullu á meðan rúm­lega tvö þúsund manns eru al­var­lega veikir.

New York trónir á toppnum yfir flest smit í landinu. Þar hafa verið stað­fest 37,738 smit. Fjölgaði þeim um tæp­lega fimm þúsund í dag en 385 manns hafa dáið vegna CO­VID-19 í fylkinu. Gríð­leg fjölgun smita hefur orðið í borginni síðasta sólar­hringinn en tæp­lega fimm þúsund smit hafa verið stað­fest af heil­brigðis­yfir­völdum. Þá hafa rúm­lega sex þúsund smitast í New Jer­s­ey og um 3800 í Kali­forníu.