Pfizer og BioN­Tech hafa lýst því yfir að þeir muni standa við skuld­bindingar sínar um dreifingu bólu­efnis gegn CO­VID-19 á fyrsta árs­fjórðungi og stefna á að tölu­vert fleiri skammtar en áður var á­ætlað yrðu að­gengi­legar á öðrum árs­fjórðungi. Þetta kemur fram í til­kynningu fyrir­tækjanna.

Greint var frá því fyrr í dag að Pfizer hafi til­kynnt nokkrum þjóðum innan Evrópu að færri skammtar af bólu­efninu yrðu væntan­legir á næstu misserum vegna endur­skipu­lagningar. Þá kom fram að breytingarnar myndu hafa á­hrif á öll lönd í Evrópu. Heil­brigðis­yfir­völd, til að mynda í Noregi, Sví­þjóð og Dan­mörku, lýstu yfir ó­á­nægju sinni vegna málsins.

Sam­kvæmt til­kynningu fyrir­tækjanna er gert ráð fyrir að allt verði komið í eðli­legt horf í þar næstu viku og eftir þann 15. febrúar verði fleiri skömmtum dreift til með­lima­þjóða Evrópu­sam­bandsins. „Fyrir­tækin munu upp­lýsa fram­kvæmda­stjórn Evrópu­sam­bandsins, með­lima­ríki ESB og aðrar þjóðir sem verða fyrir á­hrifum breytinganna, um upp­færða dreifingar­á­ætlun,“ segir í til­kynningunni.

„Pfizer og BioN­Tech vinna linnu­laust að því að styðja við bólu­setningar­á­tök víða um heim, ekki að­eins með því að stækka við fram­leiðslu­getu fyrir­tækjanna, heldur einnig með því að bæta við fleiri birgða­sölum og semja við fram­leiðslu­aðila til að auka fram­leiðslu­getu.“