Átta af hverjum tíu sögðust hafa rekist á upp­lýsingar á netinu á síðustu 12 mánuðum sem þau hafi efast um að væru sannar og sjö af hverjum tíu höfðu séð fals­fréttir, fengið þær sendar eða rekist á þær með öðrum hætti á netinu á síðustu 12 mánuðum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu fjöl­miðla­nefndar um fals­fréttir og upp­lýsinga­ó­reiðu sem byggir á niður­stöðum úr víð­tækri spurninga­könnun Maskínu sem fór fram í febrúar og mars 2021.

„Niður­stöðurnar eru sér­lega at­hyglis­verðar þegar að þær eru bornar saman við sam­bæri­lega könnun sem gerð var í Noregi, þar sem hlut­fall þeirra sem segjast hafa séð fals­fréttir eða efast um sann­leiks­gildi upp­lýsinga á netinu er mun hærra á Ís­landi en í Noregi,“ segir Skúli Bragi Geir­dal verk­efna­stjóri miðla­læsis hjá fjöl­miðla­nefnd í til­kynningu um skýrsluna.

Þar kemur fram að í Noregi voru 13,4 prósent færri sem efuðust um sann­leiks­gildi upp­lýsinga heldur en á Ís­landi og 25,7 prósent færri sem höfðu rekist á eða fengið sendar fals­fréttir.

Það er mikil­vægt að átta sig á því hvaða á­hrif ó­sannar og mis­vísandi upp­lýsingar geta haft á okkar eigin skoðanir og lýð­ræðis­legu um­ræðuna í sam­fé­laginu sem við búum í. Við eigum rétt á okkar eigin skoðunum á sama tíma og við eigum rétt á að hafa að­gang að réttum upp­lýsingum svo við getum tekið upp­lýstar á­kvarðanir.

Þriðjungur myndað sér ranga skoðun vegna villandi upp­lýsinga

Um þriðjungur þátt­tak­enda á Ís­landi sagðist hafa myndað sér ranga skoðun á opin­berri per­sónu, til dæmis stjórn­mála­manni eða frægri mann­eskju, vegna villandi upp­lýsinga um hana í ýmsum miðlum.

Til saman­burðar var svar­hlut­fallið 15 prósent í norsku könnuninni þegar að spurt var á sam­bæri­legan hátt.

„Það er mikil­vægt að átta sig á því hvaða á­hrif ó­sannar og mis­vísandi upp­lýsingar geta haft á okkar eigin skoðanir og lýð­ræðis­legu um­ræðuna í sam­fé­laginu sem við búum í. Við eigum rétt á okkar eigin skoðunum á sama tíma og við eigum rétt á að hafa að­gang að réttum upp­lýsingum svo við getum tekið upp­lýstar á­kvarðanir. Staðan er oft mjög ó­jöfn þar sem við sem neyt­endur upp­lýsinga höfum oft færri tól til að vinna með en þeir sem beina upp­lýsingunum að okkur eins og til dæmis algó­riþma, per­sónusnið, djúp­falsanir og gervi­greind. Það eru allt tól sem hægt er að mis­nota til þess að hafa á­hrif á okkar skoðanir og um­ræðu í sam­fé­laginu,“ segir Skúli í til­kynningunni.

Flestir sögðust hafa rekist á fals­fréttir á Face­book

Sjö af hverjum tíu sögðust hafa rekist á upp­lýsinga­ó­reiðu/fals­fréttir um kóróna­veirufar­aldurinn á netinu. Af þeim voru lang­flestir sem rákust á slíkt á Face­book, eða 83,1 prósent. Þá voru 49,5 prósent sem rákust á fals­fréttir á vef­svæðum sem ekki eru með rit­stjórn og 38,7 prósent á öðrum sam­fé­lags­miðlum (eins og t.d. Twitter, Snapchat, TikTok, Insta­gram eða What­sApp).

Aðrir staðir sem þátt­tak­endur nefndu voru YouTu­be (30,9%), rit­stýrð dag­blöð (22,3%), Goog­le (20,1%), blogg (8,7%) og tölvu­póstur (4,3%). Í Noregi hafði helmingur þátt­tak­enda (51%) í sam­bæri­legri könnun rekist á fals­fréttir um kórónu­veirufar­aldurinn og einn af hverjum þremur sagði það hafa verið á Face­book.

„Það geta verið ýmsar á­stæður fyrir þessum mikla mun á Ís­landi og Noregi þegar að kemur að fals­fréttum. Mögu­lega er miðla­læsi meira hér á landi og því erum við frekar að koma auga á fals­fréttir. Þá gæti líka verið að skilningur á fals­fréttum hér sé annar en í Noregi og því séum við t.d. að flokka fréttir sem við erum ó­sam­mála sem ó­sannar. Í könnuninni voru 76 prósent þátt­tak­enda sem fengu það á til­finninguna að frétt væri ó­sönn vegna þess að hún fjallaði um um­mæli sem áttu ekki við rök að styðjast. Hér gæti tungu­málið verið að þvælast fyrir okkur og okkur vanti hug­tök á ís­lensku þar sem við gerum ekki grein á fals­fréttum sem dreift er vís­vitandi, þeim sem er dreift án á­setnings og þegar að réttum upp­lýsingum er dreift í annar­legum til­gangi,“ segir Skúli.

Það geta verið ýmsar á­stæður fyrir þessum mikla mun á Ís­landi og Noregi þegar að kemur að fals­fréttum. Mögu­lega er miðla­læsi meira hér á landi og því erum við frekar að koma auga á fals­fréttir.

Fæstir í aldurs­hópnum 60 ára og eldri sem sögðust hafa séð eða fengið sendar fals­fréttir

Hlut­fall þeirra sem efast hafði um sann­leiks­gildi upp­lýsinga á netinu á síðust 12 mánuðum var hæst í aldurs­bilinu 18-49 ára (að meðal­tali 86,3%) en lægst í hópi 60 ára og eldri (69,4%). Elsti aldurs­hópurinn (60 ára og eldri) var einnig ó­lík­legastur til þess að hafa séð fals­fréttir eða fengið þær sendar, þar sem 48,1% höfðu upp­lifað það á síðustu 12 mánuðum meðan að meðal­talið úr öllum öðrum aldurs­hópum (15-59 ára) var 72,1%. Þær tölur eru hærri en í norsku könnuninni þar sem 30% í hópi 60-79 ára höfðu séð fals­fréttir í saman­burði við 50% í hópi 16-59 ára.

Alls töldu 87% þátt­tak­enda sig frekar eða mjög lík­lega til þess að efast um sann­leiks­gildi upp­lýsinga á netinu. Yngsti (15-17 ára) og elsti (60 ára og eldri) aldurs­hópurinn skáru sig úr þar sem hlut­falls­lega fleiri í þeim hópum töldu sig frekar ó­lík­lega til þess að efast um sann­leiks­gildi upp­lýsinga en í öðrum aldurs­hópum.

Yngsti aldurs­hópurinn var einnig lík­legastur til að segjast hafa myndað sér ranga skoðun á opin­berri per­sónu vegna villandi upp­lýsinga í ýmsum miðlum.

Menntun og tekjur höfðu á­hrif á það hversu auð­velt eða erfitt þátt­tak­endur töldu sig eiga með að bregðast við þeim að­stæðum að mynda sér ranga skoðun á opin­berri per­sónu vegna villandi upp­lýsinga í fjöl­miðlum.

Í heildina var um helmingur (53%) sem taldi sig eiga frekar eða mjög auð­velt með að bregðast við slíkum að­stæðum. Flestir í hópi 60 ára og eldri áttu frekar eða mjög erfitt með að bregðast við, eða 30,2%. Næst á eftir komu aldurs­hópar 15-17 ára (18,2%) og 50-59 ára (17,7%).

„Þessar niður­stöður eru gríðar­lega mikil­vægar til þess að við getum áttað okkur á því hvar við stöndum þegar að kemur að miðla­læsi. Við sjáum í gegnum alla skýrsluna að yngstu (15-17 ára) og elstu (60 ára og eldri) þátt­tak­endurnir eiga í mestum vand­ræðum með að koma auga á og bregðast við fals­fréttum og upp­lýsinga­ó­reiðu. Það eru því þeir aldurs­hópar sem við þurfum að byrja á að beina spjótum okkar að þegar að kemur að fræðslu á miðla­læsi,“ segir Skúli.

Hægt er að kynna sér skýrsluna hér en klukkan 12 verður webinar um skýrsluna á Face­book­síðu fjöl­miðla­nefndar.