Enn bætist í þá ráðherra úr ríkisstjórn Boris Johnson sem segja af sér. Will Quince, barna- og fjölskyldumálaráðherra, Robin Walker, skólamálaráðherra, og Laura Trott, samgönguráðherra, sögðu öll af sér í morgun. Fimm ráðherrar úr bresku ríkisstjórninni hafa því sagt af sér.
Breska ríkisstjórnin, sem leidd er af Boris Johnson, náði nýjum lægðum í gær þegar fjármálaráðherrann Rishi Sunak og heilbrigðisráðherrann Sajid Javid sögðu af sér. Javid sagðist í gær hafa misst trú á Johnson og því gæti hann ekki gengt stöðu sinni áfram með góðri samvisku.
Sérfræðingar segja bresku ríkisstjórnina geta fallið seinna í dag.
I have today offered my resignation from the Government & look forward to supporting @conservatives & campaigning for #Worcester from the backbenches, it has been a privilege to work to support our brilliant schools pic.twitter.com/giOm0wCArw
— Robin Walker (@WalkerWorcester) July 6, 2022
Johnson var fljótur að bregðast við, hann skipaði bæði nýjan fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra. Nadhim Zahawi tekur við sem fjármálaráðherra og Steve Barclay verður heilbrigðisráðherra.
With great sadness and regret, I have this morning tendered my resignation to the Prime Minister after I accepted and repeated assurances on Monday to the media which have now been found to be inaccurate.
— Will Quince MP 🇬🇧 (@willquince) July 6, 2022
I wish my successor well - it is the best job in government. pic.twitter.com/65EOmHd47p
Meirihluti Breta kalla eftir afsögn Johnson
Í dag vilja tæplega sjötíu prósent Breta að Johnson segi af sér, en þetta kemur fram í nýrri skoðunarkonnun frá YouGov. Þá vilja 54 prósent af þeim sem kusu Johnson árið 2019 að hann segi af sér.
Flestir af þeim sem tóku þátt í könnuninni, eða 68 prósent telja að Johnson muni ekki segja af sér.
SNAP POLL: Most Tory voters - and two thirds of Britons - say Boris Johnson should resign as PM
— YouGov (@YouGov) July 5, 2022
All Britons: Resign 69% / Remain 18%
2019 Con voters: Resign 54% / Remain 33%
First time more Tory voters want the PM to go than stayhttps://t.co/EdF2u3hW1Z pic.twitter.com/CYDcJPZRiU