Enn bætist í þá ráð­herra úr ríkis­stjórn Boris John­son sem segja af sér. Will Qu­ince, barna- og fjöl­skyldu­mála­ráð­herra, Robin Wal­ker, skóla­mála­ráð­herra, og Laura Trott, sam­göngu­ráð­herra, sögðu öll af sér í morgun. Fimm ráð­herrar úr bresku ríkis­stjórninni hafa því sagt af sér.

Breska ríkis­stjórnin, sem leidd er af Boris John­son, náði nýjum lægðum í gær þegar fjár­mála­ráð­herrann Rishi Sunak og heil­brigðis­ráð­herrann Sajid Javid sögðu af sér. Javid sagðist í gær hafa misst trú á John­son og því gæti hann ekki gengt stöðu sinni á­fram með góðri sam­visku.

Sérfræðingar segja bresku ríkisstjórnina geta fallið seinna í dag.

John­son var fljótur að bregðast við, hann skipaði bæði nýjan fjár­mála­ráð­herra og heil­brigðis­ráð­herra. Nadhim Za­hawi tekur við sem fjár­mála­ráð­herra og Ste­ve Barclay verður heil­brigðis­ráð­herra.

Meirihluti Breta kalla eftir afsögn Johnson

Í dag vilja tæp­lega sjö­tíu prósent Breta að John­son segi af sér, en þetta kemur fram í nýrri skoðunar­konnun frá YouGov. Þá vilja 54 prósent af þeim sem kusu Johnson árið 2019 að hann segi af sér.

Flestir af þeim sem tóku þátt í könnuninni, eða 68 prósent telja að Johnson muni ekki segja af sér.