Niðurstöður á talningu nagladekkja í Reykjavík leiddi í ljós að hlutfall nagladekkja óx. Niðurstöðurnar voru kynntar í skipulags- og samgönguráðinu á miðvikudaginn síðastliðinn.

Hlutfall negldra dekkja er töluvert hærra í ár en í fyrra og síðastliðin ár, eins og sjá má á meðaltalsdreifing á notkun negldra og ónegldra hjólbarða í Reykjavík síðastliðin 5 ár.

Hlutfall negldra dekkja var talið fimmtudaginn 16. apríl. Talningarstaðir voru Mjóddin, Kringlan, Miðbærinn við Höfnina og Háskóli Íslands við Háskólabíó.

Hlutfallið skiptist þannig að 40 prósent ökutækja reyndust vera á negldum dekkjum og 60 prósent á ónegldum. Hlutfall negldra dekkja er nánast það sama og í síðustu talningu, 3. mars 2020 en þá var það 41 prósent.

Gekk hægar að skipta um vegna Covid-19

Í fyrra voru ökumenn fljótir að skipta um dekk en þá var einnig talið um miðjan apríl og var hlutfall þeirra ökutækja sem voru á negldum dekkjum töluvert minna, eða 31 prósent.

Fyrir tveimur árum var hlutfallið enn lægra eða 22 prósent. Skýringarnar á því hversu hægt gekk að skipta í ár er að leita í COVID 19 en sömu sóttvarnarreglur gilda á dekkjaverkstæðum eins og annars staðar.

Samkvæmt lögum er leyfilegt að vera á nagladekkjum á tímabilinu 1. nóvember til 15. apríl en, nema að aðstæður gefi til­efni til ann­ars. Í ár var fresturinn lengdur til 20. maí. Ökumenn sem hafa ekki skipt um dekk nú þegar geta því búist við allt að 80 þúsund króna sekt.

Nagladekk valda meiri mengun

Þegar vegir eru auðir slíta nagladekkin malbikið mun hraðar en önnur dekk, og valda því mun meiri mengun. Svifryksmengun er ein af helstu ástæðum heilbrigðisvandans sem rekja má til mengunar í borgum. Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin. Stór hluti eða yfir 80 prósent af svifrykinu í Reykjavík stafar af bílaumferð.