Alls greindust 32 með COVID-19 kórónaveiruna hér á landi síðastliðinn sólarhring og eru því staðfest smit orðin 1.648. Fleiri náðu bata síðasta sólarhring en sýktust en 55 manns hafa náð sér eftir að hafa sýkst af veirunni. Þetta kom fram á fundi Almannavarna í dag.

Fjörutíu og tveir liggja á sjúkrahúsi og ellefu eru á gjörgæslu. Þá hafa 688 náð bata. Tæplega fjögur þúsund manns eru í sóttkví en 954 eru í einangrun. Þá hafa 14.422 lokið sóttkví.

32.623 sýni hafa verið tekin. Enginn lést síðasta sólarhringinn. Frá því að veirunnar varð fyrst vart á Íslandi eru sex látnir, karmaður frá Ástralíu og fimm Íslendingar.