Fleiri hafa nú látist í New York-borg í Banda­ríkjunum af völdum CO­VID-19 en létust í hryðju­verka­á­rásunum í borginni þann 11. septem­ber 2001.

Þetta kemur fram í frétt AP.

Að minnsta kosti 3.202 hafa látist í borginni vegna veirufar­aldursins sem nú geisar. Til saman­burðar létust 2.753 ein­staklingar þann 11. septem­ber 2001 þegar tveimur far­þega­þotum var flogið á World Tra­de Center-tví­bura­turnana. Í heildina létust 2.977 í á­rásunum.

Fyrsta dauðs­fallið af völdum CO­VID-19 varð í borginni þann 13. mars síðast­liðinn.

Í heildina hafa 5.489 manns látið lífið í New York-ríki og þar eru stað­fest smit orðin 138.836. Flest þeirra eru í New York-borg, lang­fjöl­mennustu borg ríkisins.